Lögreglumenn kærðir til ríkissaksóknara Samúel Karl ÓIason skrifar 24. nóvember 2014 18:21 vísir/pjetur Tveir lögreglumenn á Vestfjörðum hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, sakaðir um húsbrot, líkamsárás og hótanir, vegna atviks sem átti sér stað mánudaginn 17. nóvember. Greint er frá þessu á vef DV. Þar segir að kærendurnir séu tveir en annar þeirra kærir lögreglumennina vegna húsbrots og líkamsárásar sem hann varð fyrir af hálfu lögreglumanna á heimili sínu. Lögreglumennirnir eru sakaðir um að hafa beitt piparúða á andlit manns og að hafa slegið hann með kylfum í höndina. Slasaðist maðurinn illa og þurfti að undirgangast skurðaðgerð í Reykjavík vegna áverkanna. Þá kærir hinn maðurinn lögreglumann vegna hótana. Lögreglumaðurinn er sagður hafa dregið skammbyssu úr slíðri sínu og beint henni að manninum sem óttaðist verulega um líf sitt. Lögreglan á Ísafirði sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna atviksins, en hún var kölluð út umrætt kvöld vegna manns í sjálfmorðshugleiðingum. Þar segir að ákvörðun hafi verið tekin um að vopnast byssum eftir að varnarúði hafi ekki virkað gegn manni vopnuðum hnífi. Maðurinn hafi bæði hótað og reynt ítrekað að veita lögreglumönnum áverka með hnífnum og að lögregla hafi farið til að koma manninum til hjálpar.Segja byssurnar aldrei hafa verið teknar út slíðrunum „Lögreglumenn reyndu með fortölum að fá manninn til að leggja frá sér vopnið. Þess í stað veittist hann að lögreglumönnum með hnífinn á lofti. Þá var kylfu og mace varnarúða beitt. Þegar ljóst var að það hafði ekki tilætlaðan árangur var ákveðið að vopnast byssum,“ segir í tilkynningunni. Ætlað er að maðurinn hafi handleggs- og fingurbrotnað þegar kylfum var beitt. Þá segir að það að vopnast merki að lögreglumenn hafi sett á sig viðeigandi varnarbúnað og skammbyssur í slíður. Einnig kemur fram að byssurnar hafi aldrei verið teknar úr slíðrunum. „Þegar maðurinn gerði sér grein fyrir alvarleika málsins kom hann út úr húsinu og gaf sig á vald lögreglu.“ Þá var maðurinn handtekinn, færður á lögreglustöð og læknir kallaður til. „Eins og gefur að skilja stendur ekki til að reka þetta mál í fjölmiðlum eða rekja málavexti í smáatriðum en lögreglustjórinn á Vestfjörðum telur aðgerðir hafa verið réttmætar miðað við aðstæður en harmar meiðsli mannsins og vonar að hann nái sér að fullu.“Biðja fólk um að sýna málinu skilning Þó segir að hegðun hans hafi verið óboðleg, stórháskaleg og hættuleg lífi og heilsu lögreglumanna á vettvangi, sem og hans eigin lífi. „Lögreglan biður fólk að sýna málinu skilning og velta fyrir sér alvarleika þess. Hugleiða varnir lögreglumanna við að verjast árás hnífamanns eða allra þeirra sem þurfa að standa í þeim sporum.“ Rannsókn málsins er á lokastigi og verður síðan sent ríkissaksóknara til meðferðar. Það er hins vegar réttur þeirra sem telja á sér brotið að leita réttar síns. Tengdar fréttir Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna Maðurinn sem var í sjálfsvígshugleiðingum ógnaði lögreglunni með hnífi. 20. nóvember 2014 16:02 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Tveir lögreglumenn á Vestfjörðum hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, sakaðir um húsbrot, líkamsárás og hótanir, vegna atviks sem átti sér stað mánudaginn 17. nóvember. Greint er frá þessu á vef DV. Þar segir að kærendurnir séu tveir en annar þeirra kærir lögreglumennina vegna húsbrots og líkamsárásar sem hann varð fyrir af hálfu lögreglumanna á heimili sínu. Lögreglumennirnir eru sakaðir um að hafa beitt piparúða á andlit manns og að hafa slegið hann með kylfum í höndina. Slasaðist maðurinn illa og þurfti að undirgangast skurðaðgerð í Reykjavík vegna áverkanna. Þá kærir hinn maðurinn lögreglumann vegna hótana. Lögreglumaðurinn er sagður hafa dregið skammbyssu úr slíðri sínu og beint henni að manninum sem óttaðist verulega um líf sitt. Lögreglan á Ísafirði sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna atviksins, en hún var kölluð út umrætt kvöld vegna manns í sjálfmorðshugleiðingum. Þar segir að ákvörðun hafi verið tekin um að vopnast byssum eftir að varnarúði hafi ekki virkað gegn manni vopnuðum hnífi. Maðurinn hafi bæði hótað og reynt ítrekað að veita lögreglumönnum áverka með hnífnum og að lögregla hafi farið til að koma manninum til hjálpar.Segja byssurnar aldrei hafa verið teknar út slíðrunum „Lögreglumenn reyndu með fortölum að fá manninn til að leggja frá sér vopnið. Þess í stað veittist hann að lögreglumönnum með hnífinn á lofti. Þá var kylfu og mace varnarúða beitt. Þegar ljóst var að það hafði ekki tilætlaðan árangur var ákveðið að vopnast byssum,“ segir í tilkynningunni. Ætlað er að maðurinn hafi handleggs- og fingurbrotnað þegar kylfum var beitt. Þá segir að það að vopnast merki að lögreglumenn hafi sett á sig viðeigandi varnarbúnað og skammbyssur í slíður. Einnig kemur fram að byssurnar hafi aldrei verið teknar úr slíðrunum. „Þegar maðurinn gerði sér grein fyrir alvarleika málsins kom hann út úr húsinu og gaf sig á vald lögreglu.“ Þá var maðurinn handtekinn, færður á lögreglustöð og læknir kallaður til. „Eins og gefur að skilja stendur ekki til að reka þetta mál í fjölmiðlum eða rekja málavexti í smáatriðum en lögreglustjórinn á Vestfjörðum telur aðgerðir hafa verið réttmætar miðað við aðstæður en harmar meiðsli mannsins og vonar að hann nái sér að fullu.“Biðja fólk um að sýna málinu skilning Þó segir að hegðun hans hafi verið óboðleg, stórháskaleg og hættuleg lífi og heilsu lögreglumanna á vettvangi, sem og hans eigin lífi. „Lögreglan biður fólk að sýna málinu skilning og velta fyrir sér alvarleika þess. Hugleiða varnir lögreglumanna við að verjast árás hnífamanns eða allra þeirra sem þurfa að standa í þeim sporum.“ Rannsókn málsins er á lokastigi og verður síðan sent ríkissaksóknara til meðferðar. Það er hins vegar réttur þeirra sem telja á sér brotið að leita réttar síns.
Tengdar fréttir Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna Maðurinn sem var í sjálfsvígshugleiðingum ógnaði lögreglunni með hnífi. 20. nóvember 2014 16:02 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna Maðurinn sem var í sjálfsvígshugleiðingum ógnaði lögreglunni með hnífi. 20. nóvember 2014 16:02