Lögreglumenn kærðir til ríkissaksóknara Samúel Karl ÓIason skrifar 24. nóvember 2014 18:21 vísir/pjetur Tveir lögreglumenn á Vestfjörðum hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, sakaðir um húsbrot, líkamsárás og hótanir, vegna atviks sem átti sér stað mánudaginn 17. nóvember. Greint er frá þessu á vef DV. Þar segir að kærendurnir séu tveir en annar þeirra kærir lögreglumennina vegna húsbrots og líkamsárásar sem hann varð fyrir af hálfu lögreglumanna á heimili sínu. Lögreglumennirnir eru sakaðir um að hafa beitt piparúða á andlit manns og að hafa slegið hann með kylfum í höndina. Slasaðist maðurinn illa og þurfti að undirgangast skurðaðgerð í Reykjavík vegna áverkanna. Þá kærir hinn maðurinn lögreglumann vegna hótana. Lögreglumaðurinn er sagður hafa dregið skammbyssu úr slíðri sínu og beint henni að manninum sem óttaðist verulega um líf sitt. Lögreglan á Ísafirði sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna atviksins, en hún var kölluð út umrætt kvöld vegna manns í sjálfmorðshugleiðingum. Þar segir að ákvörðun hafi verið tekin um að vopnast byssum eftir að varnarúði hafi ekki virkað gegn manni vopnuðum hnífi. Maðurinn hafi bæði hótað og reynt ítrekað að veita lögreglumönnum áverka með hnífnum og að lögregla hafi farið til að koma manninum til hjálpar.Segja byssurnar aldrei hafa verið teknar út slíðrunum „Lögreglumenn reyndu með fortölum að fá manninn til að leggja frá sér vopnið. Þess í stað veittist hann að lögreglumönnum með hnífinn á lofti. Þá var kylfu og mace varnarúða beitt. Þegar ljóst var að það hafði ekki tilætlaðan árangur var ákveðið að vopnast byssum,“ segir í tilkynningunni. Ætlað er að maðurinn hafi handleggs- og fingurbrotnað þegar kylfum var beitt. Þá segir að það að vopnast merki að lögreglumenn hafi sett á sig viðeigandi varnarbúnað og skammbyssur í slíður. Einnig kemur fram að byssurnar hafi aldrei verið teknar úr slíðrunum. „Þegar maðurinn gerði sér grein fyrir alvarleika málsins kom hann út úr húsinu og gaf sig á vald lögreglu.“ Þá var maðurinn handtekinn, færður á lögreglustöð og læknir kallaður til. „Eins og gefur að skilja stendur ekki til að reka þetta mál í fjölmiðlum eða rekja málavexti í smáatriðum en lögreglustjórinn á Vestfjörðum telur aðgerðir hafa verið réttmætar miðað við aðstæður en harmar meiðsli mannsins og vonar að hann nái sér að fullu.“Biðja fólk um að sýna málinu skilning Þó segir að hegðun hans hafi verið óboðleg, stórháskaleg og hættuleg lífi og heilsu lögreglumanna á vettvangi, sem og hans eigin lífi. „Lögreglan biður fólk að sýna málinu skilning og velta fyrir sér alvarleika þess. Hugleiða varnir lögreglumanna við að verjast árás hnífamanns eða allra þeirra sem þurfa að standa í þeim sporum.“ Rannsókn málsins er á lokastigi og verður síðan sent ríkissaksóknara til meðferðar. Það er hins vegar réttur þeirra sem telja á sér brotið að leita réttar síns. Tengdar fréttir Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna Maðurinn sem var í sjálfsvígshugleiðingum ógnaði lögreglunni með hnífi. 20. nóvember 2014 16:02 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Tveir lögreglumenn á Vestfjörðum hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, sakaðir um húsbrot, líkamsárás og hótanir, vegna atviks sem átti sér stað mánudaginn 17. nóvember. Greint er frá þessu á vef DV. Þar segir að kærendurnir séu tveir en annar þeirra kærir lögreglumennina vegna húsbrots og líkamsárásar sem hann varð fyrir af hálfu lögreglumanna á heimili sínu. Lögreglumennirnir eru sakaðir um að hafa beitt piparúða á andlit manns og að hafa slegið hann með kylfum í höndina. Slasaðist maðurinn illa og þurfti að undirgangast skurðaðgerð í Reykjavík vegna áverkanna. Þá kærir hinn maðurinn lögreglumann vegna hótana. Lögreglumaðurinn er sagður hafa dregið skammbyssu úr slíðri sínu og beint henni að manninum sem óttaðist verulega um líf sitt. Lögreglan á Ísafirði sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna atviksins, en hún var kölluð út umrætt kvöld vegna manns í sjálfmorðshugleiðingum. Þar segir að ákvörðun hafi verið tekin um að vopnast byssum eftir að varnarúði hafi ekki virkað gegn manni vopnuðum hnífi. Maðurinn hafi bæði hótað og reynt ítrekað að veita lögreglumönnum áverka með hnífnum og að lögregla hafi farið til að koma manninum til hjálpar.Segja byssurnar aldrei hafa verið teknar út slíðrunum „Lögreglumenn reyndu með fortölum að fá manninn til að leggja frá sér vopnið. Þess í stað veittist hann að lögreglumönnum með hnífinn á lofti. Þá var kylfu og mace varnarúða beitt. Þegar ljóst var að það hafði ekki tilætlaðan árangur var ákveðið að vopnast byssum,“ segir í tilkynningunni. Ætlað er að maðurinn hafi handleggs- og fingurbrotnað þegar kylfum var beitt. Þá segir að það að vopnast merki að lögreglumenn hafi sett á sig viðeigandi varnarbúnað og skammbyssur í slíður. Einnig kemur fram að byssurnar hafi aldrei verið teknar úr slíðrunum. „Þegar maðurinn gerði sér grein fyrir alvarleika málsins kom hann út úr húsinu og gaf sig á vald lögreglu.“ Þá var maðurinn handtekinn, færður á lögreglustöð og læknir kallaður til. „Eins og gefur að skilja stendur ekki til að reka þetta mál í fjölmiðlum eða rekja málavexti í smáatriðum en lögreglustjórinn á Vestfjörðum telur aðgerðir hafa verið réttmætar miðað við aðstæður en harmar meiðsli mannsins og vonar að hann nái sér að fullu.“Biðja fólk um að sýna málinu skilning Þó segir að hegðun hans hafi verið óboðleg, stórháskaleg og hættuleg lífi og heilsu lögreglumanna á vettvangi, sem og hans eigin lífi. „Lögreglan biður fólk að sýna málinu skilning og velta fyrir sér alvarleika þess. Hugleiða varnir lögreglumanna við að verjast árás hnífamanns eða allra þeirra sem þurfa að standa í þeim sporum.“ Rannsókn málsins er á lokastigi og verður síðan sent ríkissaksóknara til meðferðar. Það er hins vegar réttur þeirra sem telja á sér brotið að leita réttar síns.
Tengdar fréttir Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna Maðurinn sem var í sjálfsvígshugleiðingum ógnaði lögreglunni með hnífi. 20. nóvember 2014 16:02 Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Lögreglan á Ísafirði greip til skotvopna Maðurinn sem var í sjálfsvígshugleiðingum ógnaði lögreglunni með hnífi. 20. nóvember 2014 16:02