Innlent

Tónlistarkennarar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning

Stefán Árni Pálsson skrifar
Verkfall tónlistakennara hefur staðið yfir í um fimm vikur.
Verkfall tónlistakennara hefur staðið yfir í um fimm vikur. vísir/ernir
Samningamenn Félags tónlistarkennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning hjá Ríkissáttasemjara upp úr klukkan fimm í morgun eftir rúmlega 16 klukkustunda langan samningafund, en verkfall kennaranna hefur staðið í hátt í fimm vikur.

Sigrún Grendal formaður Félags tónlistarkennara sagði í viðtali við fréttastofu í morgun að nú yrði samningurinn borinn undir atkvæði félagsmanna og eigi niðurstaðan að liggja fyrir áttunda desember.

Aðspurð um hvað hafi loks leyst hnútinn, sagðist hún ekki vilja ræða efnisatriði samningsins á þessari stundu, en kennarar hafi lagt til nýja nálgun í gær, sem leitt hafi til samkomulags.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.