Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Hjörtur Hjartarson skrifar 25. nóvember 2014 19:17 Fréttir af fólki í húsnæðisvanda vegna erfiðs leigumarkaðs eru ekki nýjar af nálinni. Sjónvarpsþátturinn Brestir beindi sjónum sínum að ákveðnu afsprengi þessa vandamáls í gærkvöld þegar hann heimsótti leigjendur sem búa í iðnaðarhúsnæði. Herbergin eru ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er aðbúnaður þar oft á tíðum skelfilegur. Leigjendur sem rætt var við í þættinum segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. „Það er hinsvegar betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn. Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. Eftirgrennslan fréttastofu í dag leiddi í ljós að félagsráðgjafar, bæði í Kópavogi og í Reykjavík vísa oft á tíðum skjólstæðingum sínum í þessar íbúðir sem eru í eigu Stefáns Kjærnested og leigðar út í gegnum vefinn leiguherbergi.is. „Það er auðvitað bara neyðin sem hefur ýtt okkur þangað. En ég sá þáttinn í gær og mér fannst þetta ótækt,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Miðborgar og Hlíða. Bæði í Kópavogi og í Reykjavík hefur verið gengið skrefinu lengra og hefur trygging, sem samsvarar tveggja mánaða leigu, verið greidd beint til leigusala og má því segja að bæjarfélögin eigi í beinum viðskiptum við umræddan leigusala án þess að fyrirliggi þinglýstur leigusamningur. „Núna í seinni tíð þá höfum við, ef fólk getur náð sér í húsnæði á leigu, gengist inn á að samþykkja slíka hluti.“Heldurðu að félagsráðgjafar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að vísa aftur í þessa leigumiðlun? „Ég get ekki sagt um það. Eins og ég sagði áðan þá er húsnæði alltaf húsnæði og það er betra heldur en að vera á götunni,“ segir Sigtryggur. Tengdar fréttir Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fréttir af fólki í húsnæðisvanda vegna erfiðs leigumarkaðs eru ekki nýjar af nálinni. Sjónvarpsþátturinn Brestir beindi sjónum sínum að ákveðnu afsprengi þessa vandamáls í gærkvöld þegar hann heimsótti leigjendur sem búa í iðnaðarhúsnæði. Herbergin eru ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er aðbúnaður þar oft á tíðum skelfilegur. Leigjendur sem rætt var við í þættinum segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. „Það er hinsvegar betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn. Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. Eftirgrennslan fréttastofu í dag leiddi í ljós að félagsráðgjafar, bæði í Kópavogi og í Reykjavík vísa oft á tíðum skjólstæðingum sínum í þessar íbúðir sem eru í eigu Stefáns Kjærnested og leigðar út í gegnum vefinn leiguherbergi.is. „Það er auðvitað bara neyðin sem hefur ýtt okkur þangað. En ég sá þáttinn í gær og mér fannst þetta ótækt,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Miðborgar og Hlíða. Bæði í Kópavogi og í Reykjavík hefur verið gengið skrefinu lengra og hefur trygging, sem samsvarar tveggja mánaða leigu, verið greidd beint til leigusala og má því segja að bæjarfélögin eigi í beinum viðskiptum við umræddan leigusala án þess að fyrirliggi þinglýstur leigusamningur. „Núna í seinni tíð þá höfum við, ef fólk getur náð sér í húsnæði á leigu, gengist inn á að samþykkja slíka hluti.“Heldurðu að félagsráðgjafar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að vísa aftur í þessa leigumiðlun? „Ég get ekki sagt um það. Eins og ég sagði áðan þá er húsnæði alltaf húsnæði og það er betra heldur en að vera á götunni,“ segir Sigtryggur.
Tengdar fréttir Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16