Stjórnarformaður Strætó: Vinnubrögð Reynis „ekki í boði“ hjá opinberu félagi Bjarki Ármannsson skrifar 25. nóvember 2014 20:50 Bryndís Haraldsdóttir segir að traust hafi ekki lengur ríkt milli stjórnar og fráfarandi framkvæmdastjóra. Vísir Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó, segir að viðskipti á borð við þau sem stunduð voru við fyrirtækið Gagnalausnir ehf. , sem er í eigu bróður fráfarandi framkvæmdastóra Strætó, séu „ekki í boði“ hjá opinberu félagi. Þetta kom fram í viðtali við Bryndísi í Kastljósi á RÚV. Reynir Jónsson hætti sem framkvæmdastjóri félagsins í gær en DV greindi frá því í dag að Strætó hefði greitt Gagnalausnum tuttugu milljónir fyrir fjögur verkefni á síðastliðnum fimm árum. Ekkert verkefnanna var boðið út. „Mér var ekki kunnugt um þetta fyrir en fyrirspurn kemur frá DV,“ sagði Bryndís. „Það er auðvitað þannig að árið 2014 er ekkert í boði hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings að versla við einhvern sem er þér nákominn án þess að það fari að minnsta kosti í útboð. Enginn í stjórninni vissi af þessu.“ Hún segir jafnframt að engin skjöl séu til um kaup Reynis á tíu milljón króna jeppa til einkanota en greint var frá því að stjórnin var ekki upplýst um þau kaup á sínum tíma. Þessi tvö mál séu þess valdandi að traust hafi ekki lengur ríkt milli stjórnarinnar og Reynis. „Það kann að vera að við hefðum átt að vita um þetta fyrr,“ sagði Bryndís, spurð hvort það væri ekki „áfellisdómur“ yfir stjórninni að hún hefði ekki vitað um bílakaupin. „Við verðum auðvitað bara að treysta þeim sem starfa fyrir okkur og við treystum því fólki. Það má auðvitað ekki gleyma því í öllu þessu að Reynir er búinn að starfa hjá okkur lengi og vinna gott starf. Ég held að þetta hafi verið mistök hjá Reyni.“ Tengdar fréttir Eyðilagði jeppann í laxveiði Framkvæmdastjóri Strætó ók jeppa sem hann hafði til umráða út í Norðurá í sumar og eyðilagði í honum vélina. Hann hefur skilað tíu milljóna króna bílnum sem hann fékk í hans stað. 19. nóvember 2014 07:00 Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Reynir hættur hjá Strætó Framkvæmdastjóri Strætó lætur af störfum eftir að hafa verið látinn selja jeppann. 24. nóvember 2014 10:40 Telur Strætó hafa átt að auglýsa stöðuna „Mér finnst alltaf skrýtið þegar stöður eru ekki auglýstar hvort sem þær eru tímabundnar eða ekki,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. 18. nóvember 2014 07:00 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó, segir að viðskipti á borð við þau sem stunduð voru við fyrirtækið Gagnalausnir ehf. , sem er í eigu bróður fráfarandi framkvæmdastóra Strætó, séu „ekki í boði“ hjá opinberu félagi. Þetta kom fram í viðtali við Bryndísi í Kastljósi á RÚV. Reynir Jónsson hætti sem framkvæmdastjóri félagsins í gær en DV greindi frá því í dag að Strætó hefði greitt Gagnalausnum tuttugu milljónir fyrir fjögur verkefni á síðastliðnum fimm árum. Ekkert verkefnanna var boðið út. „Mér var ekki kunnugt um þetta fyrir en fyrirspurn kemur frá DV,“ sagði Bryndís. „Það er auðvitað þannig að árið 2014 er ekkert í boði hjá fyrirtæki sem er í eigu almennings að versla við einhvern sem er þér nákominn án þess að það fari að minnsta kosti í útboð. Enginn í stjórninni vissi af þessu.“ Hún segir jafnframt að engin skjöl séu til um kaup Reynis á tíu milljón króna jeppa til einkanota en greint var frá því að stjórnin var ekki upplýst um þau kaup á sínum tíma. Þessi tvö mál séu þess valdandi að traust hafi ekki lengur ríkt milli stjórnarinnar og Reynis. „Það kann að vera að við hefðum átt að vita um þetta fyrr,“ sagði Bryndís, spurð hvort það væri ekki „áfellisdómur“ yfir stjórninni að hún hefði ekki vitað um bílakaupin. „Við verðum auðvitað bara að treysta þeim sem starfa fyrir okkur og við treystum því fólki. Það má auðvitað ekki gleyma því í öllu þessu að Reynir er búinn að starfa hjá okkur lengi og vinna gott starf. Ég held að þetta hafi verið mistök hjá Reyni.“
Tengdar fréttir Eyðilagði jeppann í laxveiði Framkvæmdastjóri Strætó ók jeppa sem hann hafði til umráða út í Norðurá í sumar og eyðilagði í honum vélina. Hann hefur skilað tíu milljóna króna bílnum sem hann fékk í hans stað. 19. nóvember 2014 07:00 Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00 Reynir hættur hjá Strætó Framkvæmdastjóri Strætó lætur af störfum eftir að hafa verið látinn selja jeppann. 24. nóvember 2014 10:40 Telur Strætó hafa átt að auglýsa stöðuna „Mér finnst alltaf skrýtið þegar stöður eru ekki auglýstar hvort sem þær eru tímabundnar eða ekki,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. 18. nóvember 2014 07:00 Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50 Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Eyðilagði jeppann í laxveiði Framkvæmdastjóri Strætó ók jeppa sem hann hafði til umráða út í Norðurá í sumar og eyðilagði í honum vélina. Hann hefur skilað tíu milljóna króna bílnum sem hann fékk í hans stað. 19. nóvember 2014 07:00
Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Þetta ákvað stjórn fyrirtækisins en kaupin voru ekki borin undir hana. Framkvæmdastjórinn taldi sig í fullum rétti þegar hann keypti bílinn. 8. nóvember 2014 07:00
Reynir hættur hjá Strætó Framkvæmdastjóri Strætó lætur af störfum eftir að hafa verið látinn selja jeppann. 24. nóvember 2014 10:40
Telur Strætó hafa átt að auglýsa stöðuna „Mér finnst alltaf skrýtið þegar stöður eru ekki auglýstar hvort sem þær eru tímabundnar eða ekki,“ segir Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. 18. nóvember 2014 07:00
Sveinbjörg Birna vill að Reynir verði rekinn Segir Reyni Jónsson, framkvæmdastjóra Strætó BS, hafa farið út fyrir valdsvið sitt og því sé honum ekki lengur stætt á að gegna stöðu sinni áfram. 14. nóvember 2014 09:50
Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00