Strætó þarf að selja tíu milljóna króna jeppann Haraldur Guðmundsson skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að selja Mercedez Benz-jeppann sem fyrirtækið keypti handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó. Bifreiðin var keypt í sumar á 10,2 milljónir króna. Ákvörðunin um að selja jeppann var tekin á stjórnarfundi Strætó á miðvikudag. Í bókun stjórnarinnar segir að kaupin hafi ekki verið borin undir stjórn né stjórnarformann, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Kaupin samrýmist því ekki þeim áherslum sem eigendur Strætó hafi sammælst um í eigendastefnu fyrirtækisins.Reynir Jónsson„Rætt hefur verið við framkvæmdastjóra og ákveðið hefur verið að skila bílnum,“ segir í bókuninni. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær bíllinn verður seldur. „Framkvæmdastjórinn er erlendis og ég geri ráð fyrir að það verði farið í það þegar hann kemur heim. Við munum þá fara yfir hvernig þessum málum verður háttað. Í rauninni viljum við einungis vísa í þessa bókun okkar og teljum hana segja allt sem segja þarf,“ segir Bryndís. Strætó keypti jeppann, sem er af árgerðinni 2014, af bílaleigunni Hertz þann 30. júlí síðastliðinn. Reynir tók sjálfur ákvörðun um að kaupa bílinn en jeppinn var ekki skráður á fyrirtækið fyrr en 2. október. „Af því að þetta er bílaleigubíll þurfti að gera eitthvað hjá Tollstjóra sem ég veit ekki alveg hvað er. Það er vegna þess sem þetta tók svona langan tíma,“ segir Reynir og bætir við að ráðningarsamningur hans við Strætó geri ráð fyrir að hann hafi afnot af bíl sem sé í eigu fyrirtækisins.Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz ML„Mín persónulega afstaða er sú að ég fékk áður bíl í hlunnindi, sem var í sama verðflokki og þessi, og hann hafði aldrei verið endurnýjaður á þessum níu árum sem liðin eru. Á þeim grunni fór ég í endurnýjun á bílnum,“ segir Reynir. Hann segist nokkuð sannfærður um að fyrirtækið fái jafngildi kaupverðsins til baka. „Ég get alveg lagt skilning í það að fyrirtækið vilji ekki láta mig hafa bíl í sambærilegum flokki og ég hafði. En réttindin eru samningsbundin og það á þá eftir að leysa úr því.“ Tengdar fréttir Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að selja Mercedez Benz-jeppann sem fyrirtækið keypti handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra Strætó. Bifreiðin var keypt í sumar á 10,2 milljónir króna. Ákvörðunin um að selja jeppann var tekin á stjórnarfundi Strætó á miðvikudag. Í bókun stjórnarinnar segir að kaupin hafi ekki verið borin undir stjórn né stjórnarformann, eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu. Kaupin samrýmist því ekki þeim áherslum sem eigendur Strætó hafi sammælst um í eigendastefnu fyrirtækisins.Reynir Jónsson„Rætt hefur verið við framkvæmdastjóra og ákveðið hefur verið að skila bílnum,“ segir í bókuninni. Bryndís Haraldsdóttir, stjórnarformaður Strætó og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvenær bíllinn verður seldur. „Framkvæmdastjórinn er erlendis og ég geri ráð fyrir að það verði farið í það þegar hann kemur heim. Við munum þá fara yfir hvernig þessum málum verður háttað. Í rauninni viljum við einungis vísa í þessa bókun okkar og teljum hana segja allt sem segja þarf,“ segir Bryndís. Strætó keypti jeppann, sem er af árgerðinni 2014, af bílaleigunni Hertz þann 30. júlí síðastliðinn. Reynir tók sjálfur ákvörðun um að kaupa bílinn en jeppinn var ekki skráður á fyrirtækið fyrr en 2. október. „Af því að þetta er bílaleigubíll þurfti að gera eitthvað hjá Tollstjóra sem ég veit ekki alveg hvað er. Það er vegna þess sem þetta tók svona langan tíma,“ segir Reynir og bætir við að ráðningarsamningur hans við Strætó geri ráð fyrir að hann hafi afnot af bíl sem sé í eigu fyrirtækisins.Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz ML„Mín persónulega afstaða er sú að ég fékk áður bíl í hlunnindi, sem var í sama verðflokki og þessi, og hann hafði aldrei verið endurnýjaður á þessum níu árum sem liðin eru. Á þeim grunni fór ég í endurnýjun á bílnum,“ segir Reynir. Hann segist nokkuð sannfærður um að fyrirtækið fái jafngildi kaupverðsins til baka. „Ég get alveg lagt skilning í það að fyrirtækið vilji ekki láta mig hafa bíl í sambærilegum flokki og ég hafði. En réttindin eru samningsbundin og það á þá eftir að leysa úr því.“
Tengdar fréttir Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Stjórn ekki upplýst um kaup á tíu milljóna króna Benz Stjórn Strætó bs. var ekki upplýst um kaup á Mercedes Benz til handa Reyni Jónssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 4. nóvember 2014 07:00