Kaupa megi náttúrupassa á skattframtalinu Linda Blöndal skrifar 28. nóvember 2014 18:30 Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir . Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Frumvarp Iðnaðar og viðskiptaráðherra um náttúrupassa var samþykkt í ríkisstjórn í dag. Dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands gagnrýnir að Íslendingar muni með náttúrupassa þurfa að standa undir kostnaði vegna fjölgunar ferðamanna. Kaupa í gegnum skattframtaliðRagnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leggur til að náttúrupassar verði seldir átján ára og eldri fyrir fimmtán hundruð krónur og gildistíminn verði þrjú ár. Sama gildi gagnvart Íslendingum eða útlendingum nema að verið er að skoða hvort að landsmenn geti keypt passann í gegnum skattaskýrsluna sína.Hvati fyrir einkafyrirtækiÖll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga verða undir þessu gjaldi. Hvati verður fyrir einkafyrirtæki að taka þátt með greiðslum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Miklar tekjur eru áætlaðar af passanum sem rennur til uppbyggingar og verndun ferðamannastaða. Ekki verður skylt að ganga með passann á sér heldur mun rafrænt kerfi halda utan um handhafana.Þurfa ekki að ganga með passann á sérRáðherra kynnir nú málið í þingflokkum stjórnarflokkanna til samþykktar. Erlendir ferðamenn eru þó tilbúnir að borga meira en lagt er til eða á bilinu fimm til átta þúsund krónur fyrir náttúrupassa miðað við nýja könnun Ferðamálastofu. Ekki er einhugur um þessa gjaldtökuleið innan Samtaka ferðaþjónustunnar, margir þar vilja frekar hækka gistináttaskatt.Borga fyrir stækkun greinarinnarAnna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands, segir að með þessari leið er lagt gjald á landsmenn vegna útþenslu einnar atvinnugreinar og átroðnings erlendra gesta. segir Anna Dóra. „Þá þurfa Íslendingar að fara að borga til að skoða náttúru landsins sem þeir hafa hingað til haft frjálsan til þessa, vegna þess að það er vöxtur í atvinnugreininni Ferðaþjónustu og vegna þess að erlendum ferðamönnum fjölgar það mikið að það veldur ágangi á náttúru landsins. Að þá þurfi landsmenn að fara að borga fyrir að skoða sitt eigið land. Þetta finnst mér hættuleg þróun", sagði Anna Dóra í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Lög um almannarétt eru í gildiHún bendir á að lög hafi verið í gildi síðan í Grágás í margar aldir um að landsmenn megi ferðast frjálsir um land sitt. „Það gilda lög hér í landinu um almannarétt og það þýðir að almenningur hefur frjálsan aðgang að landi og ef það er ekki lengur til staðar þá er búið að breyta lögunum um almannarétt. Að ætla að fara að breyta þeim lögum vegna þess að hér er mikill vöxtur í einni atvinnugrein sem heitir Ferðaþjónusta, það er stórmál", sagði Anna Dóra.Skýra þarf lagalega hlið málsinsEnn frekar á eftir að koma í ljós hvort að náttúrupassinn samræmist Náttúruverndarlögum, þar er gert ráð fyrir heftum aðgangi að náttúru vegna verndunarstjónarmiða. Ráðherra veitti ekki viðtali í dag. enda þar gert ráð fyrir .
Tengdar fréttir Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Nýr náttúrupassi Nýtt frumvarp um Náttúrupassa verður kynnt í ríkisstjórn á næstu dögum. Innheimta á eitt gjald og Íslendingar og erlendir ferðamenn greiða það sama. 26. nóvember 2014 18:30