Innlent

Unnsteinn og Logi í Retro Stefson: „Hæfileikarík stjórnmálakona sem flokkurinn mun á endanum fórna“

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Unnsteinn og Logi
Unnsteinn og Logi Vísir/Facebook
Bræðurnir Unnsteinn Manuel og Logi Pedro Stefánssynir, best þekktir fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar, úr hljómsveitinni Retro Stefson létu í sér heyra á Facebook í dag þar sem þeir segjast hafa fengið nóg. Vísa þeir þá til stjórnmálaástandsins á Íslandi, ráðamönnum þjóðarinnar og gera sér mat úr Lekamáli innan úr ráðuneyti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Vér komum úr Austurbæjarskóla, vér erum synir öryrkja og innflytjanda. Móðir okkar hefur glímt við nýrnasjúkdóm í 20 ár. En nú finnum við kerfið breytast. Það þrengir að okkur. Kerfið kæfir okkur. Og stjórnmálafólkið segir ósatt. Stjórnmálafólkið brýtur lögin og hylmir yfir glæpum. 

Listasjóðir eru skornir niður. Heilbrigðiskerfið er skert. Leigumarkaðurinn er útúr kortinu og þá sérstaklega hverfinu okkar. 101 fkn Reykjavík. 

Stjórnmálamenn reyna að skapa gjá milli lands og borgar. Þau vilja skapa pólitíska spennu með landamærum við Snorrabraut. 

En nú höfum við fengið nóg. Þið byrjið á tapa tekjum sem skugga-eigendur flokkana ykkar hefðu misst. Og svo stoppið þið upp í götin með fjármunum þeirra sem minna mega sín.

Bræðurnir spyrja: Ef við að vera sammála um að þetta séu mismunandi áherslur í efnahagsmálum. Hvað getum við þá sagt um mannréttindamál þessara sömu flokka?

Þeir halda áfram og segja Framsóknarflokkinn koma til með að reyna að „þagga niður í nasistaspilinu“ til þess að geta svo kannski notað það á landsvísu í næstu kosningum.

Jú, við getum lofað ykkur því að þessi flokkur verður orðinn svo yfirfullur af rasistum fyrir næstu kosningar að þjóðernissinnaðir listar munu birtast í flestum kjördæmum. Það eru jú til framsóknarmenn sem hafa mótmælt þessari stefnu. Það er í ykkar höndum að snúa flokknum á beina braut.

Þeir segja Hönnu Birnu jafnframt hæfileikaríka stjórnmálakonu sem að flokkurinn á endanum muni fórna.

Fyrir tveimur árum fórum við ferð til Ameríku. Í þeirri ferð var okkur boðið til veislu í sendiráðinu. Þar hittum við Guðmund Árna. Þó við höfum verið ungir þegar hann var í stjórnmálum þá munum við samt eftir honum. Hann sagði af sér. Fróðir menn segja það sé mjög fáheyrt að íslenskir stjórnmálamenn segi af sér. Hanna Birna segðu af þér. Þú ert eflaust góð kona og móðir sem lifir flekklausu lífi utan stjórnmálanna. Þú getur kannski lagað aðeins ástandið í þjóðfélaginu og orðið píslarvottur í leiðinni. 'Hanna Birna, sú sem sagði af sér...

Færslu bræðranna má lesa í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Gísli Freyr er sáttur við dóminn

Gísli Freyr Valdórsson ætlar að una dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og áfrýjar ekki til Hæstaréttar. Segist hafa fests í lygavef og vítahring.

Svona var atburðarásin í lekamálinu

Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

„Góður maður hengdur“

Margir félagar Gísla Freys Valdórssonar vilja rísa upp honum til varnar og telja dóminn yfir honum þungan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×