Innlent

Vill vita hvort ráðherra geti leyft kannabis í lækningaskyni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jón Þór vill svör frá Kristjáni um hvort hann geti sjálfur leyft kannabis.
Jón Þór vill svör frá Kristjáni um hvort hann geti sjálfur leyft kannabis. Vísir
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, vill vita hvort að heilbrigðisráðherra eða önnur heilbrigðisyfirvöld geti heimilað læknum að ávísa kannabisefnum í lækningaskyni. „Hvað þarf til svo að læknar megi ávísa kannabisi í lækningaskyni á Íslandi?“ spyr þingmaðurinn í fyrirspurn sem hann hefur lagt fyrir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðhera á þingi. Ef það er ekki svo einfalt spyr Jón Þór hvaða lögum þyrfti að breyta.

Reglulega sprettur upp umræða um hvort heimila eigi neyslu kannabisefna en mörg erlend ríki hafa farið þá leið að leyfa neyslu kannabisefna í lækningaskyni. Síðustu mánuði hafa svo nokkur ríki Bandaríkjanna heimilað frjálsa notkun á kannabisefnum. Kristján Þór hefur sagt að skoða ætti afglæpavæðingu fíkniefna á borð við kannabis en það þýðir með öðrum orðum lögleiðingu.

Í fréttaskýringaþættinum Brestum síðastliðinn mánudag var fjallað um fólk sem notar kannabis í lækningaskyni. Rætt var við Sigurð Jón Súddason sem hefur sjálfur nýtt sér kannabis í baráttu sinni við krabbamein. Sjá má brot úr þættinum hér fyrir neðan:
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.