Ótti á Akureyri: „Maður á börn og fjölskyldu“ Gissur Sigurðsson skrifar 14. nóvember 2014 13:12 Jóhannes Bjarnason. vísir/pjetur Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“ Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Einn maður enn var handtekinn í nótt vegna rannsóknar á tilræði við saksóknara lögreglustjórans á Akureyri aðfararnótt miðvikudags. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær, annar í gærkvöldi og sá þriðji gæti bæst við í dag. Saksóknarinn er fluttur úr húsi sínu um stundarsakir. Nágrannar eru slegnir vegna tilræðisins. Atburðarásin hófst aðfaranótt miðvikudags með því að grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns, hefur tveimur verið sleppt. Tengsl munu vera milli allra mannanna og munu þeir flestir eða allir hafa komist í kast við lögin, meðal annars vegna brota á fíkniefnalöggjöfinni. Í tengslum við handtökurnar voru gerðar húsleitir hjá hinum handteknu og hald lagt á tölvur síma og fleiri gögn, sem nú verða rannsökuð. Akureyringar eru slegnir yfir þessum atburðum, og hvað þá Jóhannes Bjarnason, íbúi í næst húsi. „Okkur líður náttúrulega hreinlega ömurlega. Í fyrsta lagi byrjar maður náttúrulega að hugsa um fórnarlambið sem átti að vera. Þar fer mikill öndvegismaður og traustur embættismaður, mikill öðlingur við að eiga á allan hátt.“ Jóhannes veltir því einnig fyrir sér hvað hefði geta gerst ef árásin hefði tekist. „Hvað hefði þá gerst? Ef sprengjan hefði sprungið eins og þeir lögðu upp með, þá hefði minn svefnherbergisgluggi, sem er í nokkurra metra fjarlægð, sprungið. Þá hefðu afleiðingarnar orðið hryllilegar. Þetta var svo súrrealískt að upplifa þetta.“ Jóhannes segist auðvitað vera óttasleginn. „Maður veit ekkert hver þetta er. Það skal bara viðurkennt hreinskilnislega að maður er hræddur. Maður á börn og fjölskyldu.“
Tengdar fréttir Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00 Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Óttaslegnir nágrannar setja upp öryggiskerfi Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri.. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. 14. nóvember 2014 07:00
Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Molotov kokteilnum var kastað í bíl starfsmanns lögreglu norðan heiða. 13. nóvember 2014 10:12
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03