Tilraunir til norræns sambandsríkis hafa alltaf misheppnast Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira