„Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 16:29 Troy hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Bandaríkjunum og meðal annars tekið þátt í NOH8 Campaign. Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“ Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“
Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00
Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent