Eins og fram hefur komið í dag verður byssunum dreift á lögregluembættin í landinu en þeim er í sjálfvald sett hvað þau gera við byssurnar. Einhverjar fara í geymslu á lögreglustöðvum og aðrar settar í þar til gerða kassa í lögreglubíla.
Útgáfan sem íslenska lögreglan fékk senda frá Noregi notar 9mm skot en það er sama stærð og notuð er í skammbyssur lögreglunnar. Þær eru af gerðinni Glock 17 og eru til staðar á lögreglustöðvum víða um landið nú þegar.
Fjölmörg myndbönd eru á veraldarvefnum þar sem fjallað er um byssur af sömu gerð og íslenskir lögreglumenn munu handleika á næstunni. Hér fyrir neðan má sjá eitt þessara myndbanda þar sem byssan er prófuð.