Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2014 10:40 Þórunn Egilsdóttir. Óvænt komu holl ráð úr ræðustól þingsins til þeirra sem ganga til veiða í dag. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira