Leggur baráttunni gegn ebólu lið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2014 13:28 Hjalti Parelíus listamaður ákvað að gefa ágóðann af verkinu Dóttir regnbogans til neyðarsöfnunar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi gegn útbreiðslu ebólu. UNICEF hóf neyðarsöfnun gegn útbreiðslu ebóluveirunnar snemma í síðustu viku og segir Hjalti hafa séð sig knúinn til að leggja sitt af mörkum. Við séum öll af sömu plánetunni. „Ástæða þess að mig langar að leggja Unicef lið er hreinlega sú að mig langar að hjálpa á þann hátt sem ég get. Við verðum að hætta að hugsa um okkur í dálkum, og þegar ég tala um dálka á ég við um þjóðerni og trúfélög. Ef fólk færi að hugsa að við séum af sömu plánetunni með sömu hagsmuni í huga yrði heimurinn kanski að betri stað fyrir marga. Ég lít jú á mig sem Íslending en fyrst og fremst er ég jarðarbúi og mennskur. Og þannig horfi ég á fólk í kringum mig,“ segir Hjalti en verk hans má sjá í Reykjavík Modern Art Gallery á Skúlagötu 32 til 34. Hann segist hafa tekið eftir hröðum viðbrögðum UNICEF við ebólufaraldrinum og viljað leggja baráttunni lið með þeim hættu sem hann gæti.Dóttir regnbogans.„Það skiptir mig engu máli hvort þú ert Íslendingur, Japani eða frá Síerra Leóne, ég finn sömu samkennd því við erum af sama kyni. Því tel ég það mína mannlegu skyldu að hjálpa. Og ég sé að starf UNICEF skiptir miklu máli og þau hafa brugðist hratt við neyðinni sem hefur skapast vegna ebólufaraldursins og því vildi ég leggja þeim lið.“ Ebóluveiran hefur orðið 4.877 manns að bana samkvæmt tölum frá 19. október og eru staðfest tilfelli orðin 9.935. Á fimmtudagskvöldið bárust fréttir af fyrsta tilfellinu í Malí sem er nú sjötta landið í Vestur-Afríku þar sem ebóla kemur upp. Sömuleiðis er búið að staðfesta að bandarískur læknir sem var við störf í Gíneu hafi smitast, hann fær nú meðferð í New York. „Við erum mjög ánægð með þetta góða fordæmi og spennandi framlag Hjalta til UNICEF. Það er gaman að sjá fólk beita nýjum aðferðum og fara nýjar leiðir við að leggja okkur lið og fyrir það erum við afar þakklát. Ebólufaraldurinn breiðist hratt út og það þarf samstill átak allra til þess að stöðva megi útbreiðslu hans,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að leggja neyðarsöfnun UNICEF í baráttunni gegn ebólu lið með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 krónur) og styðja þannig við neyðarhjálp UNICEF. Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Hjalti Parelíus listamaður ákvað að gefa ágóðann af verkinu Dóttir regnbogans til neyðarsöfnunar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi gegn útbreiðslu ebólu. UNICEF hóf neyðarsöfnun gegn útbreiðslu ebóluveirunnar snemma í síðustu viku og segir Hjalti hafa séð sig knúinn til að leggja sitt af mörkum. Við séum öll af sömu plánetunni. „Ástæða þess að mig langar að leggja Unicef lið er hreinlega sú að mig langar að hjálpa á þann hátt sem ég get. Við verðum að hætta að hugsa um okkur í dálkum, og þegar ég tala um dálka á ég við um þjóðerni og trúfélög. Ef fólk færi að hugsa að við séum af sömu plánetunni með sömu hagsmuni í huga yrði heimurinn kanski að betri stað fyrir marga. Ég lít jú á mig sem Íslending en fyrst og fremst er ég jarðarbúi og mennskur. Og þannig horfi ég á fólk í kringum mig,“ segir Hjalti en verk hans má sjá í Reykjavík Modern Art Gallery á Skúlagötu 32 til 34. Hann segist hafa tekið eftir hröðum viðbrögðum UNICEF við ebólufaraldrinum og viljað leggja baráttunni lið með þeim hættu sem hann gæti.Dóttir regnbogans.„Það skiptir mig engu máli hvort þú ert Íslendingur, Japani eða frá Síerra Leóne, ég finn sömu samkennd því við erum af sama kyni. Því tel ég það mína mannlegu skyldu að hjálpa. Og ég sé að starf UNICEF skiptir miklu máli og þau hafa brugðist hratt við neyðinni sem hefur skapast vegna ebólufaraldursins og því vildi ég leggja þeim lið.“ Ebóluveiran hefur orðið 4.877 manns að bana samkvæmt tölum frá 19. október og eru staðfest tilfelli orðin 9.935. Á fimmtudagskvöldið bárust fréttir af fyrsta tilfellinu í Malí sem er nú sjötta landið í Vestur-Afríku þar sem ebóla kemur upp. Sömuleiðis er búið að staðfesta að bandarískur læknir sem var við störf í Gíneu hafi smitast, hann fær nú meðferð í New York. „Við erum mjög ánægð með þetta góða fordæmi og spennandi framlag Hjalta til UNICEF. Það er gaman að sjá fólk beita nýjum aðferðum og fara nýjar leiðir við að leggja okkur lið og fyrir það erum við afar þakklát. Ebólufaraldurinn breiðist hratt út og það þarf samstill átak allra til þess að stöðva megi útbreiðslu hans,“ segir Bergsteinn Jónsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hægt er að leggja neyðarsöfnun UNICEF í baráttunni gegn ebólu lið með því að senda sms-ið STOPP í númerið 1900 (1.900 krónur) og styðja þannig við neyðarhjálp UNICEF.
Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein