Í dag fengu sjúkraflutningamenn á Selfossi afhent Lucas tæki frá sex Lionsklúbbum á Suðurlandi að andvirði 2,5 milljónir króna en tækið er sjálfvirkt hnoðtæki.
Gefendur eru Lionsklúbburinn Embla á Selfossi, Lionsklúbbur Selfoss, Lionsklúbburinn Geysir í Uppsveitum Árnessýslu, Lionsklúbburinn Eden í Hveragerði, Lionsklúbburinn í Laugardal og Lionsklúbburinn Skjaldbreiður í Grímsnesi.
„Lucas kemur alveg í stað fyrir þann sem hnoðar og viðheldur fullkomnu hnoði í langan tíma svo lengi sem hann hefur rafmagn. Tækið spennist utan um sjúklinginn og hnoðar hann með tjakki sem gengur niður á brjóstið og veitir þannig jafnt og stöðugt hjartahnoð sem getur aukið lífslíkur sjúklings,“ bætir Ármann við.
