Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Hjörtur Hjartarson skrifar 25. október 2014 12:45 Utanríkisráðherra segir rugl að tala um stefnubreytingu í vopnamálum lögreglunnar, einungis sé um að ræða endurnýjun á búnaði. Ráðherra segir jafnframt mikilvægt að lögreglan hafi greiðan aðgang að vopnum í því umhverfi sem hún starfar. Fram kom á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni þar sem Jón H. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri voru gestir, að kaupin eða gjöfin á hríðskotabyssunum hafi verið fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins. Þessu hafnar utanríkisráðherra með öllu. „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft neina milligöngu um neinar byssur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.„Voru þeir þá að ljúga?“„Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál.“„Finnst þér um einhverja stefnubreytingu að ræða ef þessum vélbyssum verður komið fyrir í lögreglubifreiðum?“„Nei. Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting. Lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum og ég skil því ekki alveg þegar fjölmiðlar eru að tala um einhverja stefnubreytingu.“ Gunnar segist mjög ánægður með að lögreglan skuli vera að endurnýja sín vopn. „Mér finnst mikilvægt að lögreglan sé með aðgang að slíkum vopnum í því umhverfi sem hún er að starfa í dag.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraFjármálaráðherra tekur undir orð Gunnars og segir umræðuna á villigötum. „Mér finnst margir hafa hlaupið á sig í þessari umræðu ef ég á að segja alveg eins og er. Sérstaklega þeir sem hafa haldið því fram að hér sé á ferðinni einhver ný stefna, einhverjar nýjar áherslur annað hvort hjá Landhelgisgæslunni eða lögreglunni. Það er ekkert slíkt á ferðinni. Staðreyndin er sú að í áratugi hafa verið til skotvopn bæði hjá Landhelgisgæslunni og hjá Ríkislögreglustjóra,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Landhelgisgæslan heyrir undir innanríkisráðuneytið sem kom þó ekki að vopnasamningnum. „Innanríkisráðuneytið hefur enga formlega aðkomu að þessu máli og heldur ekki innanríkisráðherra. Á sínum tíma var ráðuneytið upplýst um það að það stæði til að endurnýja búnað hjá lögreglunni og það fæli ekki í sér kostnað fyrir löggæsluna. Það er upplýsingarnar sem innanríkisráðuneytið hefur haft,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraErfitt hefur reynst að fá skýra svör um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða ekki, fjölda eða hvernig afhending þeirra fór fram.„Finnst þér ekki að ríkt hafi leynd vegna þessa máls eða menn hafi verið tvísaga í upplýsingagjöf í þessu máli?“„Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Gunnar Bragi.„Afhverju var það ekki gert?“„Það hef ég ekki hugmynd um, þú verður að spyrja þessar stofnanir.“„Finnst þér hafa verið tvísaga í þessu máli?“„Mér finnst að þeir hefðu átt að svara skýrar um þetta mál, já.“ Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Utanríkisráðherra segir rugl að tala um stefnubreytingu í vopnamálum lögreglunnar, einungis sé um að ræða endurnýjun á búnaði. Ráðherra segir jafnframt mikilvægt að lögreglan hafi greiðan aðgang að vopnum í því umhverfi sem hún starfar. Fram kom á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni þar sem Jón H. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri voru gestir, að kaupin eða gjöfin á hríðskotabyssunum hafi verið fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins. Þessu hafnar utanríkisráðherra með öllu. „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft neina milligöngu um neinar byssur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.„Voru þeir þá að ljúga?“„Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál.“„Finnst þér um einhverja stefnubreytingu að ræða ef þessum vélbyssum verður komið fyrir í lögreglubifreiðum?“„Nei. Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting. Lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum og ég skil því ekki alveg þegar fjölmiðlar eru að tala um einhverja stefnubreytingu.“ Gunnar segist mjög ánægður með að lögreglan skuli vera að endurnýja sín vopn. „Mér finnst mikilvægt að lögreglan sé með aðgang að slíkum vopnum í því umhverfi sem hún er að starfa í dag.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraFjármálaráðherra tekur undir orð Gunnars og segir umræðuna á villigötum. „Mér finnst margir hafa hlaupið á sig í þessari umræðu ef ég á að segja alveg eins og er. Sérstaklega þeir sem hafa haldið því fram að hér sé á ferðinni einhver ný stefna, einhverjar nýjar áherslur annað hvort hjá Landhelgisgæslunni eða lögreglunni. Það er ekkert slíkt á ferðinni. Staðreyndin er sú að í áratugi hafa verið til skotvopn bæði hjá Landhelgisgæslunni og hjá Ríkislögreglustjóra,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Landhelgisgæslan heyrir undir innanríkisráðuneytið sem kom þó ekki að vopnasamningnum. „Innanríkisráðuneytið hefur enga formlega aðkomu að þessu máli og heldur ekki innanríkisráðherra. Á sínum tíma var ráðuneytið upplýst um það að það stæði til að endurnýja búnað hjá lögreglunni og það fæli ekki í sér kostnað fyrir löggæsluna. Það er upplýsingarnar sem innanríkisráðuneytið hefur haft,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraErfitt hefur reynst að fá skýra svör um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða ekki, fjölda eða hvernig afhending þeirra fór fram.„Finnst þér ekki að ríkt hafi leynd vegna þessa máls eða menn hafi verið tvísaga í upplýsingagjöf í þessu máli?“„Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Gunnar Bragi.„Afhverju var það ekki gert?“„Það hef ég ekki hugmynd um, þú verður að spyrja þessar stofnanir.“„Finnst þér hafa verið tvísaga í þessu máli?“„Mér finnst að þeir hefðu átt að svara skýrar um þetta mál, já.“
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira