Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Hjörtur Hjartarson skrifar 25. október 2014 12:45 Utanríkisráðherra segir rugl að tala um stefnubreytingu í vopnamálum lögreglunnar, einungis sé um að ræða endurnýjun á búnaði. Ráðherra segir jafnframt mikilvægt að lögreglan hafi greiðan aðgang að vopnum í því umhverfi sem hún starfar. Fram kom á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni þar sem Jón H. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri voru gestir, að kaupin eða gjöfin á hríðskotabyssunum hafi verið fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins. Þessu hafnar utanríkisráðherra með öllu. „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft neina milligöngu um neinar byssur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.„Voru þeir þá að ljúga?“„Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál.“„Finnst þér um einhverja stefnubreytingu að ræða ef þessum vélbyssum verður komið fyrir í lögreglubifreiðum?“„Nei. Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting. Lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum og ég skil því ekki alveg þegar fjölmiðlar eru að tala um einhverja stefnubreytingu.“ Gunnar segist mjög ánægður með að lögreglan skuli vera að endurnýja sín vopn. „Mér finnst mikilvægt að lögreglan sé með aðgang að slíkum vopnum í því umhverfi sem hún er að starfa í dag.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraFjármálaráðherra tekur undir orð Gunnars og segir umræðuna á villigötum. „Mér finnst margir hafa hlaupið á sig í þessari umræðu ef ég á að segja alveg eins og er. Sérstaklega þeir sem hafa haldið því fram að hér sé á ferðinni einhver ný stefna, einhverjar nýjar áherslur annað hvort hjá Landhelgisgæslunni eða lögreglunni. Það er ekkert slíkt á ferðinni. Staðreyndin er sú að í áratugi hafa verið til skotvopn bæði hjá Landhelgisgæslunni og hjá Ríkislögreglustjóra,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Landhelgisgæslan heyrir undir innanríkisráðuneytið sem kom þó ekki að vopnasamningnum. „Innanríkisráðuneytið hefur enga formlega aðkomu að þessu máli og heldur ekki innanríkisráðherra. Á sínum tíma var ráðuneytið upplýst um það að það stæði til að endurnýja búnað hjá lögreglunni og það fæli ekki í sér kostnað fyrir löggæsluna. Það er upplýsingarnar sem innanríkisráðuneytið hefur haft,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraErfitt hefur reynst að fá skýra svör um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða ekki, fjölda eða hvernig afhending þeirra fór fram.„Finnst þér ekki að ríkt hafi leynd vegna þessa máls eða menn hafi verið tvísaga í upplýsingagjöf í þessu máli?“„Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Gunnar Bragi.„Afhverju var það ekki gert?“„Það hef ég ekki hugmynd um, þú verður að spyrja þessar stofnanir.“„Finnst þér hafa verið tvísaga í þessu máli?“„Mér finnst að þeir hefðu átt að svara skýrar um þetta mál, já.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Utanríkisráðherra segir rugl að tala um stefnubreytingu í vopnamálum lögreglunnar, einungis sé um að ræða endurnýjun á búnaði. Ráðherra segir jafnframt mikilvægt að lögreglan hafi greiðan aðgang að vopnum í því umhverfi sem hún starfar. Fram kom á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni þar sem Jón H. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri voru gestir, að kaupin eða gjöfin á hríðskotabyssunum hafi verið fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins. Þessu hafnar utanríkisráðherra með öllu. „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft neina milligöngu um neinar byssur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.„Voru þeir þá að ljúga?“„Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál.“„Finnst þér um einhverja stefnubreytingu að ræða ef þessum vélbyssum verður komið fyrir í lögreglubifreiðum?“„Nei. Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting. Lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum og ég skil því ekki alveg þegar fjölmiðlar eru að tala um einhverja stefnubreytingu.“ Gunnar segist mjög ánægður með að lögreglan skuli vera að endurnýja sín vopn. „Mér finnst mikilvægt að lögreglan sé með aðgang að slíkum vopnum í því umhverfi sem hún er að starfa í dag.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraFjármálaráðherra tekur undir orð Gunnars og segir umræðuna á villigötum. „Mér finnst margir hafa hlaupið á sig í þessari umræðu ef ég á að segja alveg eins og er. Sérstaklega þeir sem hafa haldið því fram að hér sé á ferðinni einhver ný stefna, einhverjar nýjar áherslur annað hvort hjá Landhelgisgæslunni eða lögreglunni. Það er ekkert slíkt á ferðinni. Staðreyndin er sú að í áratugi hafa verið til skotvopn bæði hjá Landhelgisgæslunni og hjá Ríkislögreglustjóra,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Landhelgisgæslan heyrir undir innanríkisráðuneytið sem kom þó ekki að vopnasamningnum. „Innanríkisráðuneytið hefur enga formlega aðkomu að þessu máli og heldur ekki innanríkisráðherra. Á sínum tíma var ráðuneytið upplýst um það að það stæði til að endurnýja búnað hjá lögreglunni og það fæli ekki í sér kostnað fyrir löggæsluna. Það er upplýsingarnar sem innanríkisráðuneytið hefur haft,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraErfitt hefur reynst að fá skýra svör um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða ekki, fjölda eða hvernig afhending þeirra fór fram.„Finnst þér ekki að ríkt hafi leynd vegna þessa máls eða menn hafi verið tvísaga í upplýsingagjöf í þessu máli?“„Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Gunnar Bragi.„Afhverju var það ekki gert?“„Það hef ég ekki hugmynd um, þú verður að spyrja þessar stofnanir.“„Finnst þér hafa verið tvísaga í þessu máli?“„Mér finnst að þeir hefðu átt að svara skýrar um þetta mál, já.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira