Þjóðin vill frekar nýjan spítala en greiða niður skuldir Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2014 19:52 Afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill að ríkið ráðist fremur í byggingu nýs Landsspítala en að sett verði í forgang að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Tæplega 90 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vilja frekar byggja nýjan spítala en greiða niður skuldir en tæpur meirihluti Pírata vill setja niðurgreiðslu skulda í forgang. Ríkissjóður skuldar stórar fjárhæðir eftir efnahagshrunið eða um 1.500 milljarða sem nemur tæplega einni þjóðarframleiðslu á ári. Talið er að nýr Landsspítali kosti um 80 milljarða sem er svipuð upphæð og ríkisstjórnin ætlar að setja í leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána á næstu fjórum árum. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á þriðjudag og miðvikudag var spurt hvort fólki þætti mikilvægara að ríkið borgaði niður skuldir eða byggi nýjan Landsspítala. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63 prósent frekar vilja byggja nýjan spítala en 37 prósent vildu frekar greiða niður skuldir ríkissjóðs. Hins vegar er mikill munur á afstöðu kynjanna því 56 prósent karla en 72 prósent kvenna vilja fremur byggja nýja Landsspítala en greiða niður skuldir. Þegar afstaða fólks er skoðuð eftir fylgi þess við stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi er stuðningurinn við byggingu nýs spítala mestur meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar eða 88 prósent. Meirihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna vill fremur byggja nýjan spítala en greiða niður skuldir eða 57 prósent kjósenda Framsóknarflokksins og 54 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Afstaðan er meira afgerandi meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eða 73 prósent hjá Samfylkingunni og 64 prósent hjá Vinstri grænum sem setja spítalann framar í forgangsröðinni en greiðslu skulda ríkissjóðs. Píratar skera sig úr því 53 prósent stuðningsmanna þeirra vilja fremur greiða niður skuldir en byggja nýja spítala. Afstaða fólks til spurningarinnar er mjög svipuð eftir búsetu, er alls staðar um eða yfir 60 prósent sem vilja spítalann frekar en niðurgreiðslu skulda. Norðurausturland sker sig þó úr þar sem 71 prósent vilja fremur byggja spítalann en í suðvesturkjördæmi vilja 59 prósent spítala fremur en greiða niður skuldir. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill að ríkið ráðist fremur í byggingu nýs Landsspítala en að sett verði í forgang að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Tæplega 90 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar vilja frekar byggja nýjan spítala en greiða niður skuldir en tæpur meirihluti Pírata vill setja niðurgreiðslu skulda í forgang. Ríkissjóður skuldar stórar fjárhæðir eftir efnahagshrunið eða um 1.500 milljarða sem nemur tæplega einni þjóðarframleiðslu á ári. Talið er að nýr Landsspítali kosti um 80 milljarða sem er svipuð upphæð og ríkisstjórnin ætlar að setja í leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána á næstu fjórum árum. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á þriðjudag og miðvikudag var spurt hvort fólki þætti mikilvægara að ríkið borgaði niður skuldir eða byggi nýjan Landsspítala. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 63 prósent frekar vilja byggja nýjan spítala en 37 prósent vildu frekar greiða niður skuldir ríkissjóðs. Hins vegar er mikill munur á afstöðu kynjanna því 56 prósent karla en 72 prósent kvenna vilja fremur byggja nýja Landsspítala en greiða niður skuldir. Þegar afstaða fólks er skoðuð eftir fylgi þess við stjórnmálaflokka sem nú sitja á Alþingi er stuðningurinn við byggingu nýs spítala mestur meðal stuðningsmanna Bjartrar framtíðar eða 88 prósent. Meirihluti stuðningsmanna stjórnarflokkanna vill fremur byggja nýjan spítala en greiða niður skuldir eða 57 prósent kjósenda Framsóknarflokksins og 54 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Afstaðan er meira afgerandi meðal stuðningsfólks Samfylkingarinnar og Vinstri grænna eða 73 prósent hjá Samfylkingunni og 64 prósent hjá Vinstri grænum sem setja spítalann framar í forgangsröðinni en greiðslu skulda ríkissjóðs. Píratar skera sig úr því 53 prósent stuðningsmanna þeirra vilja fremur greiða niður skuldir en byggja nýja spítala. Afstaða fólks til spurningarinnar er mjög svipuð eftir búsetu, er alls staðar um eða yfir 60 prósent sem vilja spítalann frekar en niðurgreiðslu skulda. Norðurausturland sker sig þó úr þar sem 71 prósent vilja fremur byggja spítalann en í suðvesturkjördæmi vilja 59 prósent spítala fremur en greiða niður skuldir.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda