Innlent

Ásýnd landsins hefur spillst

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Andrés Arnalds.
Andrés Arnalds.
Ásýnd helstu ferðamannastaða á Íslandi hefur spillst mikið á síðustu árum en mikilvægt er að stýra ferðamönnum betur til að hlífa náttúrunni. Þetta segir fagstjóri hjá Landgræðslunni sem telur að Ísland sé oft kynnt af ferðaþjónustufyrirtækjum sem landið þar sem allt má.

Fyrir helgina héldu Landgræðslan, Umhverfisstofnun og Ferðamálastofa málþing þar sem rætt var hvaða áhrif mikil fjölgun ferðamanna á undanförnum árum hefur haft á íslenska náttúru. Andrés Arnalds, fagstjóri hjá Landgræðslunni, segir ástandið hafa versnað ár frá ári.  „ Álagið er það mikið að gróður og jarðvegur ryðst út. Margir staðir eru hreinlega að breytast í svað,“ segir Andrés.

Þá segir Andrés helstu ferðamannastaði hafa látið verulega á sjá. „Það er náttúrulega heilmikið verið að gera á mörgum þessara staða en vissulega hefur ásýnd þeirra spillst mikið á undanförnum árum.”

Hann telur mikilvægt að ferðaþjónustufyrirtækjum gefi ekki röng skilaboð með auglýsingum sínum. Sérstaklega þegar kemur að utanvegaakstri. Ferðaþjónustufyrirtæki hafi of oft kynnt Ísland sem landið þar sem allt má. Andrés bendir á að víða erlendis sé umferð um ferðamannastaði stýrt til að draga úr álagi og skoða þurfi að gera það líka á Íslandi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.