Á miðnætti skellur verkfall lækna á Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. október 2014 19:29 vísir/gva Á þriðja hundrað læknar leggja niður störf á miðnætti í kvöld. Verkfallið skapar mikla óvissu á Landspítalanum en það nær einnig til lækna á heilbrigðisstofnunum um allt land. Engir samningafundir hafa verið í deilunni um helgina og heldur engar þreifingar. Deiluaðilar ætla ekki að hittast fyrr en klukkan fjögur á morgun og því nokkuð víst að verkfall hefst á miðnætti. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir í níu mánuði og hefur lítið þokast í samkomulagsátt á milli deiluaðila, það er lækna og ríkisins. Í byrjun mánaðarins ákváðu læknar að boða til verkfalls og taka níu hundruð læknar þátt í verkfallsaðgerðum. Þetta er í fyrsta sinn sem læknar fara í verkfall frá því þeir fengu verkfallsréttinn fyrir 30 árum síðan. Þeir leggja þó ekki allir niður störf í einu heldur gera þeir það í nokkrum hópum. Í fyrsta hópnum sem leggur niður störf í kvöld og verður í verkfalli næstu tvo sólarhringana eru á þriðja hundrað læknar. Þetta eru læknar á heilbrigðisstofnunum um allt land, heilsugæslum og á Landspítalanum. Á spítalanum eru það læknar á Barnaspítalanum, kvennadeild og rannsóknarsviði sem fara í verkfall í kvöld. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir verkfallið skapa mikla óvissu fyrir spítalann. Öllum bráðatilfellum verði þó sinnt. Þá telur Ólafur að svo geti farið nokkuð álag myndist á bráðamóttöku ef að sjúklingar taka að leita þangað í auknu mæli vegna verkfallsins. Það skal þó tekið fram að læknar sem vinna á einkastofum mæta til vinnu á morgun. Þá fara læknar í verkfall á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Yfirlæknir mætir á hverja heilsugæslu og stofnun fyrir sig og sinnir þar bráðatilfellum. Ekki verður hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og þá verður mæðra- og ungbarnavernd sinnt eins og venjulega af þeim. Post by Landspítali. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á þriðja hundrað læknar leggja niður störf á miðnætti í kvöld. Verkfallið skapar mikla óvissu á Landspítalanum en það nær einnig til lækna á heilbrigðisstofnunum um allt land. Engir samningafundir hafa verið í deilunni um helgina og heldur engar þreifingar. Deiluaðilar ætla ekki að hittast fyrr en klukkan fjögur á morgun og því nokkuð víst að verkfall hefst á miðnætti. Kjarasamningar lækna hafa verið lausir í níu mánuði og hefur lítið þokast í samkomulagsátt á milli deiluaðila, það er lækna og ríkisins. Í byrjun mánaðarins ákváðu læknar að boða til verkfalls og taka níu hundruð læknar þátt í verkfallsaðgerðum. Þetta er í fyrsta sinn sem læknar fara í verkfall frá því þeir fengu verkfallsréttinn fyrir 30 árum síðan. Þeir leggja þó ekki allir niður störf í einu heldur gera þeir það í nokkrum hópum. Í fyrsta hópnum sem leggur niður störf í kvöld og verður í verkfalli næstu tvo sólarhringana eru á þriðja hundrað læknar. Þetta eru læknar á heilbrigðisstofnunum um allt land, heilsugæslum og á Landspítalanum. Á spítalanum eru það læknar á Barnaspítalanum, kvennadeild og rannsóknarsviði sem fara í verkfall í kvöld. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, segir verkfallið skapa mikla óvissu fyrir spítalann. Öllum bráðatilfellum verði þó sinnt. Þá telur Ólafur að svo geti farið nokkuð álag myndist á bráðamóttöku ef að sjúklingar taka að leita þangað í auknu mæli vegna verkfallsins. Það skal þó tekið fram að læknar sem vinna á einkastofum mæta til vinnu á morgun. Þá fara læknar í verkfall á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Yfirlæknir mætir á hverja heilsugæslu og stofnun fyrir sig og sinnir þar bráðatilfellum. Ekki verður hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og þá verður mæðra- og ungbarnavernd sinnt eins og venjulega af þeim. Post by Landspítali.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira