Ellefu þúsund krónur í dagpeninga vegna fæðis 14. október 2014 20:10 Ríkisstarfsmaður á ferðalagi innanlands fær tæplega ellefu þúsund krónur í dagpeninga fyrir fæði. Á sama tíma reiknar Fjármálaráðuneytið með að fjögurra manna fjölskylda eyði tæpum þrjú þúsund krónum í mat á dag. Landbúnaðarráðherra segir að til greina komi að endurskoða þau neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. Eins og fram kom í fréttum í gær reiknar ráðuneytið með að hver máltíð einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu kosti 248 krónur. Fyrir 248 krónu má til dæmis kaupa eitt kíló af kartöflum. Reikna má með að ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands geti valið úr fjölbreyttari fæðu. Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að starfsmaður sem dvelur á sex til tíu tíma ferðalagi innanlands fær 5.400 krónur í dagpeninga fyrir mat og 10.800 krónur ef hann dvelur lengur. Á sama tíma er neysluviðmið ráðuneytisins fyrir fjögurra manna fjölskyldi 2.980 krónur á dag, eða 248 krónur hver máltíð á einstakling. Ríkisstarfsmaður gæti því keypt sér 43 máltíðir samkvæmt þessu. En hvað gerist þegar fólk með lágar tekjur kaupir í matinn? „Þau velja, freistast frekar eða neyðast, til að kaupa sér óhollari saðningu þar sem að minna er um hollustuefni en meira af sykri og óhollri fita og svo framvegis,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Málið var til umfjöllunar á Alþingi í dag. „Annað er það að hér hafi orðið einhver mistök sem hljóta að kalla á að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um hækkun á virðisaukaskatti á matvælum verði endurskoðaðar. Eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í spariinnkaupum að þau skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnaði upp á 248 krónur fyrir einstakling hver máltíð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, var Sigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra til svara. „Varðandi þeir fréttir sem hafa verið um neysluviðmið tel ég það einboðið að þingnefnd sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að menn séu að miða þar við röng viðmið, eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi, þá býst ég við að í meðferð þingsins taki menn það til gagngerrar skoðunar og leysi úr því.“ Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 "Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01 Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ríkisstarfsmaður á ferðalagi innanlands fær tæplega ellefu þúsund krónur í dagpeninga fyrir fæði. Á sama tíma reiknar Fjármálaráðuneytið með að fjögurra manna fjölskylda eyði tæpum þrjú þúsund krónum í mat á dag. Landbúnaðarráðherra segir að til greina komi að endurskoða þau neysluviðmið sem fram koma í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. Eins og fram kom í fréttum í gær reiknar ráðuneytið með að hver máltíð einstaklings í fjögurra manna fjölskyldu kosti 248 krónur. Fyrir 248 krónu má til dæmis kaupa eitt kíló af kartöflum. Reikna má með að ríkisstarfsmenn á ferðalögum innanlands geti valið úr fjölbreyttari fæðu. Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að starfsmaður sem dvelur á sex til tíu tíma ferðalagi innanlands fær 5.400 krónur í dagpeninga fyrir mat og 10.800 krónur ef hann dvelur lengur. Á sama tíma er neysluviðmið ráðuneytisins fyrir fjögurra manna fjölskyldi 2.980 krónur á dag, eða 248 krónur hver máltíð á einstakling. Ríkisstarfsmaður gæti því keypt sér 43 máltíðir samkvæmt þessu. En hvað gerist þegar fólk með lágar tekjur kaupir í matinn? „Þau velja, freistast frekar eða neyðast, til að kaupa sér óhollari saðningu þar sem að minna er um hollustuefni en meira af sykri og óhollri fita og svo framvegis,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Málið var til umfjöllunar á Alþingi í dag. „Annað er það að hér hafi orðið einhver mistök sem hljóta að kalla á að fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um hækkun á virðisaukaskatti á matvælum verði endurskoðaðar. Eða þá hitt að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi náð slíkum árangri í spariinnkaupum að þau skuldi okkur öllum hinum námskeið í því hvernig eigi að láta enda ná saman með matarkostnaði upp á 248 krónur fyrir einstakling hver máltíð,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Í fjarveru Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, var Sigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra til svara. „Varðandi þeir fréttir sem hafa verið um neysluviðmið tel ég það einboðið að þingnefnd sem fjalli um þetta mál taki það til ítarlegrar skoðunar. Komi í ljós að menn séu að miða þar við röng viðmið, eða að einhverju leyti ekki fullnægjandi, þá býst ég við að í meðferð þingsins taki menn það til gagngerrar skoðunar og leysi úr því.“
Tengdar fréttir Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00 Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52 "Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01 Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur að fæða hvern einstakling á dag. Fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. Þetta eru þær tölur sem liggja til grundvallar í frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti. 13. október 2014 07:00
Þingið á að fara yfir neysluviðmiðin Sigurður Ingi Jóhannsson segir augljóst að þingið sé akkúrat í þeirri stöðu að yfirfæra forsendur fyrir breytingum á virðisaukaskatti. 14. október 2014 13:52
"Fátækt er ekki skömm“ Hópur fólks skorar á ráðherra að ganga í hópinn Matargjafir. Þar óska bágstaddir eftir matargjöfum en hátt í fjórða þúsund er skráð í hópinn. 14. október 2014 14:01
Eiga 200 króna afgang eftir hádegismat í þinginu samkvæmt neysluviðmiði Ráðuneytin greiða starfsmönnum á ferðalagi 10.800 krónur í fæði á dag en gera ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda borði fyrir 3.000 krónur. 14. október 2014 15:13