"Fátækt er ekki skömm“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2014 14:01 Þrír af fjórum meðlimum hópsins Matargjafir. Frá vinstri: Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, Lilja Guðmundsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Á myndina vantar Árdísi Pétursdóttur. vísir/pjetur Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira