"Fátækt er ekki skömm“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. október 2014 14:01 Þrír af fjórum meðlimum hópsins Matargjafir. Frá vinstri: Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, Lilja Guðmundsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Á myndina vantar Árdísi Pétursdóttur. vísir/pjetur Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Á fjórða þúsund er skráð í hópinn Matargjafir á Facebook sem náð hefur að festa sig í sessi í íslensku samfélagi síðustu misseri. Hópurinn var settur á laggirnar í júlílok og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Þangað leitar fólk í mikilli neyð eftir mat handa sér og fjölskyldu sinni ásamt þeim sem vilja láta gott af sér leiða og aðstoða hina bágstöddu. Fólk sækir meðal annars í afganga af kvöldmat og að sögn forsprakka hópsins er þörfin gífurleg. Eldheitar umræður hafa skapast á síðunni í kjölfar frétta af neysluviðmiði fjármálaráðuneytisins þar sem gert er ráð fyrir að hver máltíð á einstakling, miðað við fjögurra manna fjölskyldu, kosti 248 krónur. Þar er meðal annars skorað á ráðherra og þingmenn að ganga í hópinn til þess að sjá stöðuna í samfélaginu með berum augum. „Það er sorglegt að þurfa að ganga svo langt að þeir neyðist til að sjá þetta með berum augum hvað þörfin er mikil og hvað Íslendingar eru að gera hvort fyrir annað. Þörfin er nefnilega svo mikil,“ segir Jóhanna Bjarndís Arapinowicz, forsprakki hópsins.„Staðan er grafalvarleg“ Hópurinn var settur á laggirnar í sumar og að sögn Jóhönnu átti fólk í fyrstu erfitt með að óska eftir aðstoð. Hún segir þó vissa breytingu hafa orðið á því fólk hafi áttað sig á að þarna séu allir í sama tilgangi og að æ fleiri stígi fram. Fátækt sé ekki skömm og því fleiri sem riti á síðuna og stígi fram því raunverulegri verði staðan. „Fátækt er ekki skömm og það á ekki að fela sig. Þetta verður raunverulegra með hverjum og einum sem stígur fram undir nafni og mynd.“ Fólk þarf að samþykkja ákveðnar reglur áður en það fær inngöngu í hópinn. Jóhanna segir að sífellt sé að fjölga í hópnum en fagnar því að æ fleiri séu að bjóðast til að gefa mat. „Staðan er grafalvarleg og mann verkjar í allan skrokkinn við að lesa þetta. Fólk er í raun og veru að svelta sig til að þess að þau geti gefið börnum sínum að borða. Það er auðvitað bara heimsendir fyrir foreldra að eiga ekki mat fyrir börnin,“ segir Jóhanna sem hvetur alla þá sem geta aðstoð veitt að ganga í hópinn.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?