Segir ekkert vanmat á matarkostnaði fjölskyldna Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira