Segir ekkert vanmat á matarkostnaði fjölskyldna Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ekkert vanmat eiga sér stað á áhrifum hækkunar virðisaukaskatts á matvæli á fjárhag heimilanna. Samanlagðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar muni lækka neysluvísitöluna og auka ráðstöfunartekjur fólksins í landinu. Fullyrt hefur verið í fréttum að undanförnu að í forsendum frumvarps um breytingar á virðisaukaskatti á matvæli væri gert ráð fyrir að máltíð á hvern einstakling í fjögurra manna fjölskyldu kostaði 248 krónur. En þá á eftir að gera ráð fyrir öðrum útgjöldum til matarkaupa en beinlínis í matvöruverslunum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir áhrif hækkunar virðisaukaskattsins ekki vanmetnar í frumvörpum til breytingar á viðrisaukaskatti og vörugjöldum. „Við erum ekki með aðrar forsendur en þær sem koma út úr neyslukönnun Hagstofunnar og sýna það að útgjöld heimilanna til kaupa á matvöru í dagvöruverslunum er um 16,2 prósent. Og við byggjum á því við þá útreiknnga sem við leggjum til grundvallar á tekjuáhrifum frumvarpsins. Síðan erum við með dæmi í frumvarpinu um hverning þetta kemur út fyrir einstakar fjölskyldur og það byggir allt á þessum sömu neyslukönnunum,“ segir Bjarni Þar sé líka tekið tillit til eyðslu fólks í mat utan dagvöruverslana. Það sé langt í frá að reiknað sé með að hver einstaklingur komist af með 248 krónur í mat á dag. „Enda stendur það hvergi í frumvarpinu. Það er alger tilbúningur að það sé eitthvað sagt um það í fjárlagafrumvarpinu eða frumvarpi um breytingar á virðisaukaskatti að fólk eigi að gera það. Við höfum enga skoðun á því. Við viljum bara meta áhrifin af þessum breytingum fyrir hag heimilanna og það er alveg skýrt að ríkið er að gefa frá sér tæplega fjóra milljarða í heildaráhrifum þessara aðgerða. Þess vegna mun verðlag lækka. Þess vegna mun kaupmáttur allra tekjuhópa hækka og það hefur enginn getað borið brigður á það að þetta eru heildaráhrifin af frumvarpinu,“ segir fjármálaráðherra. Þannig muni áhrif fyrirhugaðra skatta- og gjaldabreytinga t.d. auka kaupmátt hjóna með tvö börn um rúmar tvö þúsund krónur á mánuði, þvert á margt sem sagt hafi verið að undanförnu. Meðal annars vegna afnáms vörugjalda og lækkunar efra þreps virðisaukaskattsins. „Í efra virðisaukaskattsþrepinu er fjölmargt sem fólk sækir sér út í dagvöruverslanir. Mætti ég nefna hreinlætisvörur, eldhúsrúllur, álpappír og bökunarpappír, hvað sem allt þetta er sem við setjum ekki ofan í okkur. Þetta er allt að lækka í verði með þessu og þannig hefur það áhrif til lækkunar á innkaupakörfunni,“ segir Bjarni Benediktsson.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira