Aldurstakmörk sett á nemendur í framhaldsskólum Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2014 19:30 Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Menntamálaráðherra var sakaður um það á Alþingi í dag að ætla að fækka heilsársnemum í framhaldsskólunum um rúmlega 900 með því að útiloka tuttugu og fimm ára og eldri frá framhaldsskólanámi frá og með næsta ári. Ráðherra segir að verið sé að efla framhaldsskólana og að úrræði verði tryggð fyrir eldri nemendur með öðrum leiðum.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hóf umræður á Alþingi í dag um þá fyrirætlan menntamálaráðherra að fækka nemendum í bóklegu framhaldsnámi með því að setja skorður á innritun nemenda sem eru 25 ára og eldri. Þetta þýði að nemendum muni fækka um rúmlega 900. „Þetta er tæplega 5 prósenta fækkun ársnemenda og til að setja þessa fjöldatakmörkun í samhengi er þetta álíka og að neita öllum nemendum Fjölbrautarskóla Suðurnesja um skólavist og segja upp 90 til 100 starfsmönnum í kjölfarið,“ sagði Oddný á Alþingi í dag. Þessi fækkun nemenda og starfsmanna framhaldsskólanna muni dreifast um allt land og bitni aðallega á þeim 1.600 einstaklingum sem eru eldri en 25 ára og vilji stunda bóknám í framhaldsskólunum. En breytingin nær ekki til iðn- og tækninema enda meðalaldurinn í því námi hærri.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, sem ákveðið hefur að stytta framhaldsnámið, segir að framlag á hvorn nemanda hafi lækkað á undanförnum árum og nú eigi að hækka það. „En það mun styrkja framhaldsskólana í því að koma í veg fyrir brottfall. Það mun styrkja framhaldsskólana í því að hjálpa nemendum að klára námið á tilsettum tíma. En íslenska framhaldsskólakerfið stendur sig mjög illa í öllum alþjóðlegum samanburði í því að nemendurnir klári það nám sem þeir hafa skráð sig í á tilsettum tíma,“ sagði menntamálaráðherra. Þetta náist m.a. með því að forgangsraða nemendum inn í framhaldsskólana og aðrar leiðir verði tryggðar til að 25 ára og eldri geti orðið sér út um réttindi til háskólanáms. Aldurstakmarkanir sem þessar þekkist til að mynda á Norðurlöndunum. „Mitt verkefni verður auðvitað núna á næstu mánuðum og misserum að stúdera það nákvæmlega hvort það sé ekki alveg öruggt að þessar leiðir séu allar opnar og tiltækar. Ef ekki reynist einhverra hluta vegna, sem við höfum reyndar ekki sé að sé og höfum þó farið vel í gegnum það, þá er auðvitað sjálfsagt að bregðast við því. En það sem við erum að horfa til er að breyta framhaldsskólanum þannig að við leggjum áherslu á að reyna að fjármagna þá nemendur sem þangað leita þannig að það sé einhver sómi að,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira