Guðni hlaut barnabókaverðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2014 11:04 Guðni Líndal á verðlaunaafhendingunni í morgun. visir/stefán Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í Langholtsskóla í Reykjavík í morgun. Skýrt var frá því hvaða handrit bar sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2014 og höfundur tók við fyrsta eintaki verðlaunabókarinnar sem kemur út í dag. Guðni Líndal Benediktsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. Hún geymir spennandi sögu sem afi segir barnabarni sínu á rúmstokknum og fjallar um það þegar ógurlegur galdrakarl rændi ömmu og afi lagði upp í ævintýralegan björgunarleiðangur þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en samt er hún ótrúlegri en nokkuð sem strákurinn hefur heyrt. Leitin að Blóðey er tuttugasta og níunda bókin til að hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin en þau hafa verið veitt frá árinu 1986. Stofnað var til verðlaunanna í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar en auk fjölskyldu hans standa Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið að verðlaununum. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd, auk tveggja nemenda úr 8. bekk sem að þessu sinni komu úr Langholtsskóla í Reykjavík. Í ár bárust fimmtíu handrit í samkeppnina um verðlaunin og þakkar stjórn verðlaunasjóðsins öllum höfundunum sem tóku þátt. Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur Guðni er 26 ára Borgfirðingur. Hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur, stuttmyndir og ýmislegt fleira. Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í Langholtsskóla í Reykjavík í morgun. Skýrt var frá því hvaða handrit bar sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2014 og höfundur tók við fyrsta eintaki verðlaunabókarinnar sem kemur út í dag. Guðni Líndal Benediktsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. Hún geymir spennandi sögu sem afi segir barnabarni sínu á rúmstokknum og fjallar um það þegar ógurlegur galdrakarl rændi ömmu og afi lagði upp í ævintýralegan björgunarleiðangur þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en samt er hún ótrúlegri en nokkuð sem strákurinn hefur heyrt. Leitin að Blóðey er tuttugasta og níunda bókin til að hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin en þau hafa verið veitt frá árinu 1986. Stofnað var til verðlaunanna í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar en auk fjölskyldu hans standa Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið að verðlaununum. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd, auk tveggja nemenda úr 8. bekk sem að þessu sinni komu úr Langholtsskóla í Reykjavík. Í ár bárust fimmtíu handrit í samkeppnina um verðlaunin og þakkar stjórn verðlaunasjóðsins öllum höfundunum sem tóku þátt. Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur Guðni er 26 ára Borgfirðingur. Hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur, stuttmyndir og ýmislegt fleira.
Menning Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira