Guðni hlaut barnabókaverðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2014 11:04 Guðni Líndal á verðlaunaafhendingunni í morgun. visir/stefán Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í Langholtsskóla í Reykjavík í morgun. Skýrt var frá því hvaða handrit bar sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2014 og höfundur tók við fyrsta eintaki verðlaunabókarinnar sem kemur út í dag. Guðni Líndal Benediktsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. Hún geymir spennandi sögu sem afi segir barnabarni sínu á rúmstokknum og fjallar um það þegar ógurlegur galdrakarl rændi ömmu og afi lagði upp í ævintýralegan björgunarleiðangur þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en samt er hún ótrúlegri en nokkuð sem strákurinn hefur heyrt. Leitin að Blóðey er tuttugasta og níunda bókin til að hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin en þau hafa verið veitt frá árinu 1986. Stofnað var til verðlaunanna í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar en auk fjölskyldu hans standa Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið að verðlaununum. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd, auk tveggja nemenda úr 8. bekk sem að þessu sinni komu úr Langholtsskóla í Reykjavík. Í ár bárust fimmtíu handrit í samkeppnina um verðlaunin og þakkar stjórn verðlaunasjóðsins öllum höfundunum sem tóku þátt. Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur Guðni er 26 ára Borgfirðingur. Hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur, stuttmyndir og ýmislegt fleira. Menning Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Íslensku barnabókaverðlaunin voru afhent í Langholtsskóla í Reykjavík í morgun. Skýrt var frá því hvaða handrit bar sigur úr býtum í samkeppninni um verðlaunabók ársins 2014 og höfundur tók við fyrsta eintaki verðlaunabókarinnar sem kemur út í dag. Guðni Líndal Benediktsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin 2014 fyrir sögu sína Leitin að Blóðey. Hún geymir spennandi sögu sem afi segir barnabarni sínu á rúmstokknum og fjallar um það þegar ógurlegur galdrakarl rændi ömmu og afi lagði upp í ævintýralegan björgunarleiðangur þar sem við sögu koma galdramenn og ninjur, ljónhestar og drekar, ófreskjur og tröll – og dularfull eyja sem hvergi finnst á korti. Afi segir að sagan sé sönn en samt er hún ótrúlegri en nokkuð sem strákurinn hefur heyrt. Leitin að Blóðey er tuttugasta og níunda bókin til að hljóta Íslensku barnabókaverðlaunin en þau hafa verið veitt frá árinu 1986. Stofnað var til verðlaunanna í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar en auk fjölskyldu hans standa Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið að verðlaununum. Fulltrúar þessara aðila skipa dómnefnd, auk tveggja nemenda úr 8. bekk sem að þessu sinni komu úr Langholtsskóla í Reykjavík. Í ár bárust fimmtíu handrit í samkeppnina um verðlaunin og þakkar stjórn verðlaunasjóðsins öllum höfundunum sem tóku þátt. Leitin að Blóðey er fyrsta bók Guðna Líndal Benediktssonar, æsispennandi og bráðfyndin saga fyrir 7 til 12 ára lesendur Guðni er 26 ára Borgfirðingur. Hann er menntaður í kvikmyndagerð og hefur skrifað leikrit, smásögur, stuttmyndir og ýmislegt fleira.
Menning Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira