Vikan á Vísi: Íslenska landsliðið, 250 kallinn og yfirgengileg túristamynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2014 10:00 Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að gert væri ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður, lýsti yfir óánægju sinni með frumvarpið í viðtali við blaðið en miklar umræður spunnust um málið í vikunni.Strákarnir okkar upp fyrir Svía og Dani Frækinn 2-0 sigur Íslands á Hollendingum var án efa ein af fréttum vikunnar. Sigurinn mun meðal annars leiða til þess að íslenska landsliðið fer upp fyrir Svía og Dani á styrkleikalista FIFA. Liðið hefur flogið upp styrkleikalista FIFA á undanförnum tveimur árum undir stjórn Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar. Liðið var í 58. sæti í apríl, situr nú í 34. sæti og verður að óbreyttu í hópi 30 sterkustu þjóða heims við birtingu listans þann 23. október.Seljan og Svanberg hnakkrífast um Andra FreyHelgi Seljan og Eiður Svanberg deildu á Facebook um Andra Frey Viðarsson, fjölmiðlamann, og vakti rifrildi þeirra mikla athygli í vikunni. Eiði þótti lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kom æskuvini sínum til varnar.Frækinn 2-0 sigur íslenska landsliðsins á Hollandi var ein af fréttum vikunnar.Vísir/Andri MarinóUmgengni skelfilegri en orð fá lýst Frá því var greint í Fréttablaðinu í vikunni að umgengni ferðamanna í skálum Ferðafélags Íslands er svo slæm að félaginu er nauðugur einn kostur að hafa húsin lokuð nema skálavarsla sé til staðar. Svo illa er gengið um að húsin liggja undir skemmdum. Svo þykkur er óþefurinn af rusli og salernum að fólk hrökklast frá.Hefðbundinn matseðill öryrkja: „Reyndu ekki að halda veislu eða bjóða einhverjum í mat“ Facebook-færsla Ásdísar Sólrúnar Arnljótsdóttur vakti mikla athygli í vikunni. Þar sagði hún frá því hvað hún fékk sér í kvöldmat en Ásdís er 75% öryrki með lífshættulegan æða-og nýrnasjúkdóm. „Áður en greinin fór í loftið hélt ég að fólkið í landinu vissi almennt hver staðan væri,“ sagði Ásdís Sólrún við Vísi. Greinin fór á flug, tölvupóstar borist og síminn hringt endurtekið. Ásdís Sólrún, sem á fimm uppkomin börn, lýsir baráttu sinni fyrir því að láta peninginn sem öryrkjum sé skammtaður duga sér út mánuðinn. Það hafi henni líka tekist þegar hún var með fimm unglinga á heimilinu og orðin öryrki.Yfirgengileg túristamynd vekur athygliMynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að gert væri ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður, lýsti yfir óánægju sinni með frumvarpið í viðtali við blaðið en miklar umræður spunnust um málið í vikunni.Strákarnir okkar upp fyrir Svía og Dani Frækinn 2-0 sigur Íslands á Hollendingum var án efa ein af fréttum vikunnar. Sigurinn mun meðal annars leiða til þess að íslenska landsliðið fer upp fyrir Svía og Dani á styrkleikalista FIFA. Liðið hefur flogið upp styrkleikalista FIFA á undanförnum tveimur árum undir stjórn Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar. Liðið var í 58. sæti í apríl, situr nú í 34. sæti og verður að óbreyttu í hópi 30 sterkustu þjóða heims við birtingu listans þann 23. október.Seljan og Svanberg hnakkrífast um Andra FreyHelgi Seljan og Eiður Svanberg deildu á Facebook um Andra Frey Viðarsson, fjölmiðlamann, og vakti rifrildi þeirra mikla athygli í vikunni. Eiði þótti lítt til Andra Freys koma en Helgi Seljan kom æskuvini sínum til varnar.Frækinn 2-0 sigur íslenska landsliðsins á Hollandi var ein af fréttum vikunnar.Vísir/Andri MarinóUmgengni skelfilegri en orð fá lýst Frá því var greint í Fréttablaðinu í vikunni að umgengni ferðamanna í skálum Ferðafélags Íslands er svo slæm að félaginu er nauðugur einn kostur að hafa húsin lokuð nema skálavarsla sé til staðar. Svo illa er gengið um að húsin liggja undir skemmdum. Svo þykkur er óþefurinn af rusli og salernum að fólk hrökklast frá.Hefðbundinn matseðill öryrkja: „Reyndu ekki að halda veislu eða bjóða einhverjum í mat“ Facebook-færsla Ásdísar Sólrúnar Arnljótsdóttur vakti mikla athygli í vikunni. Þar sagði hún frá því hvað hún fékk sér í kvöldmat en Ásdís er 75% öryrki með lífshættulegan æða-og nýrnasjúkdóm. „Áður en greinin fór í loftið hélt ég að fólkið í landinu vissi almennt hver staðan væri,“ sagði Ásdís Sólrún við Vísi. Greinin fór á flug, tölvupóstar borist og síminn hringt endurtekið. Ásdís Sólrún, sem á fimm uppkomin börn, lýsir baráttu sinni fyrir því að láta peninginn sem öryrkjum sé skammtaður duga sér út mánuðinn. Það hafi henni líka tekist þegar hún var með fimm unglinga á heimilinu og orðin öryrki.Yfirgengileg túristamynd vekur athygliMynd af túristum í heitri laug, með eldgos í baksýn, yfir dansa norðurljós og kaldur á kantinum, hefur vakið mikla athygli. Það er ferðaskrifstofan Extreme Iceland sem birtir myndina á Facebooksíðu sinni og henni hefur verið deilt í vel á annað hundrað skipti. Þarna er vel í lagt, en Kári Björnsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar, segir þetta til gamans gert og ekki sé dregin dul á að þarna sé um fölsun að ræða; ólíkum myndum er skeytt saman í myndvinnsluforritinu Photoshop.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira