Útgefandi segir Barnagælur smánarblett á ferli sínum Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2014 11:54 Elliði dró Barnagælur óvænt uppúr pússi sínu, sem varð til þess að útgefandinn lýsir bókinni sem smánarbletti á ferli sínum. Rithöfundurinn er hins vegar stoltur. Pistlaskrif Elliða Vignissonar bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og umdeilt líkingarmál hans hafa tekið óvænta stefnu. Elliði, sem sagður var hafa uppi ósæmilegt líkingarmál þegar hann líkti Sjálfstæðisflokknum við syrgjandi ekkju, svaraði með því að draga fram Barnagælur eftir Óttar M. Norðfjörð rithöfund til marks um að rithöfundar séu nú ekki barnanna bestir. Í umræðu á Facbookvegg Elliða vegna málsins leggur Páll Bragi Kristjónsson orð í belg, en hann var forstjóri Eddu-útgáfu á tímabili. „Barnagælur komu út árið 2005 hjá Eddu útgáfu undir forlagsmerki Máls og menningar. Ég lít á þá bók sem smánarblett og hef skammast mín fyrir hana frá upphafi.“ Óttar segir þennan pistil Elliða eitthvað það fyndnasta sem hann hefur lesið lengi. „Ég held að Elliði eigi framtíðina fyrir sér sem rithöfundur þegar hann hættir sem bæjarstjóri.“En, hvernig horfir við þér að vera óvænt kominn inn í þetta at? Þú fagnar væntanlega athyglinni?„Mér er satt best að segja alveg sama.“En.. þó menn gantist með þetta þá er engu að síður þungur undirtónn?„Sem rithöfundur set ég bækurnar mínar í forgang, og því finnst mér mjög gaman að næstum 10 ára gömul bók eftir mig sé ennþá að valda usla. Að öðru leyti skil ég ekki hvers vegna Elliði er að draga bók eftir mig inn í þetta.“ Óttar segir það gjarnan mega koma fram að hann tali aldrei um Sjálfstæðisflokkinn í bókinni sinni - það eru orð Elliða. „Níðingurinn í Barnagælum er á Alþingi fyrir nafnlausan flokk.“En, nú hlýtur að vera stuðandi fyrir rithöfund, að fá það svo mjög óþvegið frá fyrrverandi útgefanda sínum? „Útgefendur mínir og ritstjórar voru Páll Valsson og Kristján B. Jónasson, og þeir stóðu við bakið á bókinni allan tímann.“ En, svona afdráttarlausar yfirlýsingar frá manni sem kom að útgáfu bókarinnar hljóta að virka stuðandi á rithöfundinn? „Nei, hún gerir mig stoltan. Bækur eiga ekki bara að skemmta eða vera fallegar, heldur mega líka vera umdeildar. Sumir eru sammála því sem maður skrifar, aðrir eru ósammála. Þannig er bara lífið,“ segir Óttar sem búsettur er úti á Spáni þar sem hann fæst við ritstörf. Tengdar fréttir Elliði segir listamenn ekki heilagar kýr Elliði Vignisson telur litla innistæðu og yfirgengilegt hatur einkenna hina pólitísku rétttrúnaðarkirkju. 1. október 2014 09:30 Elliði særir ekkjur með líkingarmáli sínu Pistill Elliða Vignissonar kemur illa við ýmsa sem ofbýður það sem sagt er einstaklega ósmekklegt líkingarmál. "Þessi maður hefur aldrei misst.“ 30. september 2014 09:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Pistlaskrif Elliða Vignissonar bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og umdeilt líkingarmál hans hafa tekið óvænta stefnu. Elliði, sem sagður var hafa uppi ósæmilegt líkingarmál þegar hann líkti Sjálfstæðisflokknum við syrgjandi ekkju, svaraði með því að draga fram Barnagælur eftir Óttar M. Norðfjörð rithöfund til marks um að rithöfundar séu nú ekki barnanna bestir. Í umræðu á Facbookvegg Elliða vegna málsins leggur Páll Bragi Kristjónsson orð í belg, en hann var forstjóri Eddu-útgáfu á tímabili. „Barnagælur komu út árið 2005 hjá Eddu útgáfu undir forlagsmerki Máls og menningar. Ég lít á þá bók sem smánarblett og hef skammast mín fyrir hana frá upphafi.“ Óttar segir þennan pistil Elliða eitthvað það fyndnasta sem hann hefur lesið lengi. „Ég held að Elliði eigi framtíðina fyrir sér sem rithöfundur þegar hann hættir sem bæjarstjóri.“En, hvernig horfir við þér að vera óvænt kominn inn í þetta at? Þú fagnar væntanlega athyglinni?„Mér er satt best að segja alveg sama.“En.. þó menn gantist með þetta þá er engu að síður þungur undirtónn?„Sem rithöfundur set ég bækurnar mínar í forgang, og því finnst mér mjög gaman að næstum 10 ára gömul bók eftir mig sé ennþá að valda usla. Að öðru leyti skil ég ekki hvers vegna Elliði er að draga bók eftir mig inn í þetta.“ Óttar segir það gjarnan mega koma fram að hann tali aldrei um Sjálfstæðisflokkinn í bókinni sinni - það eru orð Elliða. „Níðingurinn í Barnagælum er á Alþingi fyrir nafnlausan flokk.“En, nú hlýtur að vera stuðandi fyrir rithöfund, að fá það svo mjög óþvegið frá fyrrverandi útgefanda sínum? „Útgefendur mínir og ritstjórar voru Páll Valsson og Kristján B. Jónasson, og þeir stóðu við bakið á bókinni allan tímann.“ En, svona afdráttarlausar yfirlýsingar frá manni sem kom að útgáfu bókarinnar hljóta að virka stuðandi á rithöfundinn? „Nei, hún gerir mig stoltan. Bækur eiga ekki bara að skemmta eða vera fallegar, heldur mega líka vera umdeildar. Sumir eru sammála því sem maður skrifar, aðrir eru ósammála. Þannig er bara lífið,“ segir Óttar sem búsettur er úti á Spáni þar sem hann fæst við ritstörf.
Tengdar fréttir Elliði segir listamenn ekki heilagar kýr Elliði Vignisson telur litla innistæðu og yfirgengilegt hatur einkenna hina pólitísku rétttrúnaðarkirkju. 1. október 2014 09:30 Elliði særir ekkjur með líkingarmáli sínu Pistill Elliða Vignissonar kemur illa við ýmsa sem ofbýður það sem sagt er einstaklega ósmekklegt líkingarmál. "Þessi maður hefur aldrei misst.“ 30. september 2014 09:38 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Elliði segir listamenn ekki heilagar kýr Elliði Vignisson telur litla innistæðu og yfirgengilegt hatur einkenna hina pólitísku rétttrúnaðarkirkju. 1. október 2014 09:30
Elliði særir ekkjur með líkingarmáli sínu Pistill Elliða Vignissonar kemur illa við ýmsa sem ofbýður það sem sagt er einstaklega ósmekklegt líkingarmál. "Þessi maður hefur aldrei misst.“ 30. september 2014 09:38