Elliði segir listamenn ekki heilagar kýr Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2014 09:30 Bæjarstjórinn óttast ekki átök á ritvellinum. „Ég er nú ekki vanur því að velta því mikið fyrir mér hvort að ég, eða það sem ég geri, sé umdeilt,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum þegar hann er spurður hvort það hafi komið honum á óvart hversu umdeildur pistill hans, þar sem Elliði líkti Sjálfstæðisflokknum við syrgjandi ekkju, reyndist. Bæjarstjórinn hefur nú svarað gagnrýni sem beinst hefur að pistlinum þeim með öðrum pistli, og er hvergi banginn. Hann bætir í ef eitthvað er. Fyrirsögn hins nýja pistils Elliða er krassandi: „Í sögunni nauðgar þingmaður Sjálfstæðisflokksins börnum!!!“ Og teljarinn á heimasíðu hans tifar hraðar en skuldaklukka SUS, að sögn Elliða en Vísir heyrði í honum undir miðnætti, skömmu eftir að pistillinn birtist. „Ég hef sterkar skoðanir og finnst best að tjá þær með sterkum orðum. Ég átti von á því að einhverjir Sjálfstæðismenn myndu fyrtast við en ég átti engan veginn von á því að ekkjur myndu gera það.“ Nú hefur þú svarað þeim, óvæntu að þú segir, viðbrögðum í pistli þar sem þú dregur fram til dæmis Barnagælur, gamla bók eftir Óttar M. Norðfjörð og bendir á að aðalsöguhetjan, persóna sem reynist níðingur, sé jafnframt frjálshyggjumaður og Sjálfstæðismaður... hvernig kemur það því við að Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur talar um ósmekklegt líkingarmál í pistli þinum? Má þetta ekki heita fremur ónákvæm bókmenntafræði? „Þessi pistill er náttúrulega ekki á neinn hátt svar við gagnrýni Vilborgar Davíðsdóttur rithöfundar. Hún hefur rétt á sínum skoðunum og ég virði það fullkomlega við hana. Ég er með þessu einfaldlega að benda á hvernig fólk leyfir sér að tala og jafnvel skrifa um fólk og flokka. Hversu yfirgengilegt hatrið getur verið og hversu lítil innistæða er hjá hinni pólitísku rétttrúnaðarkirkju í gagnrýni á orð annarra.“Nú virðist sem þér sé uppsigað við listamenn í 101, þú hefur opinberlega lent uppá kant við þann hóp eða hefur þú einfaldlega gaman að því að storka þeim hópi? „Nei, mér er ekki uppsigað við neinn. Hvorki póstnúmer né starfsgreinar. Ég er stór notandi menningar og lista og gæti ekki hugsað mér lífið án þess innihalds. Listin er mér jafn mikilvæg og öllum öðrum. Listamenn eru hinsvegar ekki heilagar kýr þótt þeir vilji stundum sjálfir koma þannig fram. Svo er nú líka rétt að halda því til haga að það hafa fulltrúar fleiri starfsgreina orðið hvumpnar eftir að hafa hlustað á orð mín eða lesið skrif mín. Ekki er langt síðan einn af stærstu útgerðarmönnum á landinu hótaði mér stefnu, sem ég reyndar bíð enn eftir. Bændur urðu mjög ósáttir þegar ég nefndi styrki í landbúnaði. Blaðamenn DV urðu reiðir þegar ég benti á að fulltrúi þeirra hefði legið á minnisblaðinu í lekamálinu í 4 daga án þess að skrifa um það og lengi má áfram telja. Eftir sem áður þykir mér vænt um allt þetta fólk.“En, þú færð sérlega mikil viðbrögð, bæði frá fólki sem er þér ósammála sem og sammála, þegar þú beinir spjótum þínum í þá áttina; það hlýtur að virka hvetjandi – þá með að vilja pota í þennan hóp? „Ég vildi óska að ég væri svona útsjónarsamur og góður plottari. Það er ég hinsvegar ekki. Ég er bara áhugamaður um fólk og samfélag þess. Ég skrifa á eigin ábyrgð og held á lofti þeim hugsjónum sem ég trúi á. Það sem er hvetjandi er ekki að valda einhverjum ama heldur að finna samleið með öðrum.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
„Ég er nú ekki vanur því að velta því mikið fyrir mér hvort að ég, eða það sem ég geri, sé umdeilt,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum þegar hann er spurður hvort það hafi komið honum á óvart hversu umdeildur pistill hans, þar sem Elliði líkti Sjálfstæðisflokknum við syrgjandi ekkju, reyndist. Bæjarstjórinn hefur nú svarað gagnrýni sem beinst hefur að pistlinum þeim með öðrum pistli, og er hvergi banginn. Hann bætir í ef eitthvað er. Fyrirsögn hins nýja pistils Elliða er krassandi: „Í sögunni nauðgar þingmaður Sjálfstæðisflokksins börnum!!!“ Og teljarinn á heimasíðu hans tifar hraðar en skuldaklukka SUS, að sögn Elliða en Vísir heyrði í honum undir miðnætti, skömmu eftir að pistillinn birtist. „Ég hef sterkar skoðanir og finnst best að tjá þær með sterkum orðum. Ég átti von á því að einhverjir Sjálfstæðismenn myndu fyrtast við en ég átti engan veginn von á því að ekkjur myndu gera það.“ Nú hefur þú svarað þeim, óvæntu að þú segir, viðbrögðum í pistli þar sem þú dregur fram til dæmis Barnagælur, gamla bók eftir Óttar M. Norðfjörð og bendir á að aðalsöguhetjan, persóna sem reynist níðingur, sé jafnframt frjálshyggjumaður og Sjálfstæðismaður... hvernig kemur það því við að Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur talar um ósmekklegt líkingarmál í pistli þinum? Má þetta ekki heita fremur ónákvæm bókmenntafræði? „Þessi pistill er náttúrulega ekki á neinn hátt svar við gagnrýni Vilborgar Davíðsdóttur rithöfundar. Hún hefur rétt á sínum skoðunum og ég virði það fullkomlega við hana. Ég er með þessu einfaldlega að benda á hvernig fólk leyfir sér að tala og jafnvel skrifa um fólk og flokka. Hversu yfirgengilegt hatrið getur verið og hversu lítil innistæða er hjá hinni pólitísku rétttrúnaðarkirkju í gagnrýni á orð annarra.“Nú virðist sem þér sé uppsigað við listamenn í 101, þú hefur opinberlega lent uppá kant við þann hóp eða hefur þú einfaldlega gaman að því að storka þeim hópi? „Nei, mér er ekki uppsigað við neinn. Hvorki póstnúmer né starfsgreinar. Ég er stór notandi menningar og lista og gæti ekki hugsað mér lífið án þess innihalds. Listin er mér jafn mikilvæg og öllum öðrum. Listamenn eru hinsvegar ekki heilagar kýr þótt þeir vilji stundum sjálfir koma þannig fram. Svo er nú líka rétt að halda því til haga að það hafa fulltrúar fleiri starfsgreina orðið hvumpnar eftir að hafa hlustað á orð mín eða lesið skrif mín. Ekki er langt síðan einn af stærstu útgerðarmönnum á landinu hótaði mér stefnu, sem ég reyndar bíð enn eftir. Bændur urðu mjög ósáttir þegar ég nefndi styrki í landbúnaði. Blaðamenn DV urðu reiðir þegar ég benti á að fulltrúi þeirra hefði legið á minnisblaðinu í lekamálinu í 4 daga án þess að skrifa um það og lengi má áfram telja. Eftir sem áður þykir mér vænt um allt þetta fólk.“En, þú færð sérlega mikil viðbrögð, bæði frá fólki sem er þér ósammála sem og sammála, þegar þú beinir spjótum þínum í þá áttina; það hlýtur að virka hvetjandi – þá með að vilja pota í þennan hóp? „Ég vildi óska að ég væri svona útsjónarsamur og góður plottari. Það er ég hinsvegar ekki. Ég er bara áhugamaður um fólk og samfélag þess. Ég skrifa á eigin ábyrgð og held á lofti þeim hugsjónum sem ég trúi á. Það sem er hvetjandi er ekki að valda einhverjum ama heldur að finna samleið með öðrum.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira