Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. október 2014 10:29 Eygló hefur sagt að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd Vísir / GVA Starfsfólk Barnaverndarstofu segir að Eygló Harðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fari ekki með rétt mál um stöðu barnaverndarmála hér á landi. Starfsfólkið segir að ummæli ráðherra bendi til þess að í undirbúningi séu ákvarðanir um breytingar á barnaverndarkerfinu á röngum forsendum. Þetta segir í yfirlýsingu sem starfsmenn Barnaverndarstofu samþykktu á fundi sínum í dag. Í yfirlýsingunni segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. „Á svæðinu sem afmarkast af klukkutíma akstri út frá Reykjavík koma um 85% allra tilkynninga í barnavernd og um 81% barnaverndarmála. Ef einungis er miðað við höfuðborgarsvæðið er um að ræða 69% tilkynninga og 62% barnaverndarmála,“ segir í yfirlýsingunni. Ráðherra hefur sagt að koma verði upp sérstökum gæðastöðlum í barnaverndarkerfinu og að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd. „Hið rétta er að á öllum málasviðum barnaverndar liggja fyrir handbækur (t.d. fyrir barnaverndarstarfsmenn í héraði og starfsfólk meðferðarheimila), leiðbeiningar, reglur og gæðastaðlar,“ segja starfsmennirnir. Starfsmennirnir segja að stofnunin gegni mikilvægu hlutverki við að leiðbeina og hafa eftirlit með að reglum um málsmeðferð samkvæmt lögum sé framfylgt. Því sé eðli málsins samkvæmt gæðaeftirlit í gangi. „Á sumum sviðum, t.d. kynferðisbrota gegn börnum, hefur Ísland m.a.s. orðið fyrirmynd annarra Evrópuþjóða.“ Í yfirlýsingunni furða starfsmenn sig einnig á því að þeir hafi nánast eingöngu fengið upplýsingar um málið úr fjölmiðlum. Þá segja þeir að „ráðherra hafi hingað til ekki séð ástæðu til að leita liðsinnis starfsfólksins, sem eðli máls samkvæmt býr yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum“. Alþingi Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Starfsfólk Barnaverndarstofu segir að Eygló Harðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fari ekki með rétt mál um stöðu barnaverndarmála hér á landi. Starfsfólkið segir að ummæli ráðherra bendi til þess að í undirbúningi séu ákvarðanir um breytingar á barnaverndarkerfinu á röngum forsendum. Þetta segir í yfirlýsingu sem starfsmenn Barnaverndarstofu samþykktu á fundi sínum í dag. Í yfirlýsingunni segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. „Á svæðinu sem afmarkast af klukkutíma akstri út frá Reykjavík koma um 85% allra tilkynninga í barnavernd og um 81% barnaverndarmála. Ef einungis er miðað við höfuðborgarsvæðið er um að ræða 69% tilkynninga og 62% barnaverndarmála,“ segir í yfirlýsingunni. Ráðherra hefur sagt að koma verði upp sérstökum gæðastöðlum í barnaverndarkerfinu og að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd. „Hið rétta er að á öllum málasviðum barnaverndar liggja fyrir handbækur (t.d. fyrir barnaverndarstarfsmenn í héraði og starfsfólk meðferðarheimila), leiðbeiningar, reglur og gæðastaðlar,“ segja starfsmennirnir. Starfsmennirnir segja að stofnunin gegni mikilvægu hlutverki við að leiðbeina og hafa eftirlit með að reglum um málsmeðferð samkvæmt lögum sé framfylgt. Því sé eðli málsins samkvæmt gæðaeftirlit í gangi. „Á sumum sviðum, t.d. kynferðisbrota gegn börnum, hefur Ísland m.a.s. orðið fyrirmynd annarra Evrópuþjóða.“ Í yfirlýsingunni furða starfsmenn sig einnig á því að þeir hafi nánast eingöngu fengið upplýsingar um málið úr fjölmiðlum. Þá segja þeir að „ráðherra hafi hingað til ekki séð ástæðu til að leita liðsinnis starfsfólksins, sem eðli máls samkvæmt býr yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum“.
Alþingi Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01