Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2014 00:01 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að það eigi að flytja opinber störf út á land. Fréttablaðið/GVA Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur. Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur.
Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59
Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent