Innlent

Stálu fjórum tonnum af áli

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Karl og kona sem stálu rúmlega fjórum tonnum af áli, játuðu brotið eftir að lögreglan á Suðurnesjum handtók þau í vikunni. Álið var geymt á vörubrettum í húsnæði í umdæmi lögreglunnar. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er verðmæti þýfisins talið nema fjögur til fimm hundruð þúsund krónum.

Búið var að koma hluta þýfisins í sölumeðferð, en lögreglunni tókst að hafa aftur upp á því.

Í tilkynningunni segir að þegar maðurinn var handtekinn hafi hann verið við akstur. Sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kannabisefna. Einnig ók hann sviptur ökuréttindum.

Þá fann lögreglan kannabisefni í geymslurými sem hann hafði aðgang að. Hann viðurkenndi að eiga efnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×