Innlent

Apótek Vesturlands sektað um 50 þúsund

Sunna Karen Sigurþórsdótitr skrifar
Á fyrirtækjum hvílir afdráttarlaus skylda til að hafa söluvörur verðmerktar.“
Á fyrirtækjum hvílir afdráttarlaus skylda til að hafa söluvörur verðmerktar.“
Neytendastofa hefur sektað Apótek Vesturlands um 50 þúsund krónur vegna lélegra verðmerkinga. Athugasemdir höfðu verið gerðar á verðmerkingar þeirra en þegar skoðuninni var fylgt eftir voru verðmerkingar enn í slæmu ástandi. 

Í síðari skoðun fulltrúa Neytendastofu kom í ljós að verðmerkingum í apótekinu var ábótavant auk þess sem eitthvað af snyrtivörum voru óverðmerktar.

„Allar söluvörur eiga að vera verðmerktar með réttu söluverði. Á fyrirtækjum hvílir afdráttarlaus skylda til að hafa söluvörur verðmerktar,“ segir í tilkynningu frá Neytendastofu.

Neytendastofa kannaði verðmerkingar í verslunum og þjónustufyrirtækjum á Akranesi og Borgarnesi og gerði kröfur um endurbætur þar sem þörf var á.  Apótek Vesturlands var eitt þeirra fyrirtækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×