Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Sunna Karen Sigurþórsdóttið skrifar 3. október 2014 19:34 Davíð Þór Björgvinsson. Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. Þar taldi hann að erfitt yrði fyrir Hæstarétt Íslands að hafna endurupptöku, ef ný gögn kæmu fram sem sýndu fram á brotalamir við rannsókn málsins. Sjónvarpsþátturinn sem um ræðir hét Undir sönnunarbyrði. Kjarninn greinir frá málinu. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa í vikunni til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Sagði hún það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar. „Það sem einkennir þetta sakamál er það að niðurstaðan er nánast eingöngu byggð á játningum sakborninga. Það er reynt með ýmsum hætti að styðja þessar játningar sýnilegum sönnunargögnum, og það gengur mjög illa. Þetta er allt mjög rækilega rakið í héraðsdóminum og tekið svo til orða að þessi sýnilegu sönnunargögn, önnur en játningar sakborninga, tengi ekki sakborninga með óyggjandi hætti við þessa atburði,“ sagði Davíð Þór í þættinum. Davíð var spurður hvort hann teldi að skilyrði væru fyrir hendi fyrir upptöku málsins: „Kjarninn er þessi: Þetta mál hangir allt á þessum játningum, og því skiptir það höfuðmáli þegar verið er að meta það hvort skilyrði séu til fyrir endurupptöku, að það komi fram nýjar upplýsingar til viðbótar þeim sem lágu fyrir þegar dómarnir voru kveðnir upp sem sýni það og sanni að það hafi verið stórfelldar brotalamir við rannsókn málsins. Þegar ég sagði að Hæstarétti yrði vandi á höndum, þá átti ég einfaldlega við það, að það kann að koma upp sú staða að það verði mjög erfitt fyrir þá að endurupptaka málið ekki.“ Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. Þar taldi hann að erfitt yrði fyrir Hæstarétt Íslands að hafna endurupptöku, ef ný gögn kæmu fram sem sýndu fram á brotalamir við rannsókn málsins. Sjónvarpsþátturinn sem um ræðir hét Undir sönnunarbyrði. Kjarninn greinir frá málinu. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa í vikunni til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Sagði hún það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar. „Það sem einkennir þetta sakamál er það að niðurstaðan er nánast eingöngu byggð á játningum sakborninga. Það er reynt með ýmsum hætti að styðja þessar játningar sýnilegum sönnunargögnum, og það gengur mjög illa. Þetta er allt mjög rækilega rakið í héraðsdóminum og tekið svo til orða að þessi sýnilegu sönnunargögn, önnur en játningar sakborninga, tengi ekki sakborninga með óyggjandi hætti við þessa atburði,“ sagði Davíð Þór í þættinum. Davíð var spurður hvort hann teldi að skilyrði væru fyrir hendi fyrir upptöku málsins: „Kjarninn er þessi: Þetta mál hangir allt á þessum játningum, og því skiptir það höfuðmáli þegar verið er að meta það hvort skilyrði séu til fyrir endurupptöku, að það komi fram nýjar upplýsingar til viðbótar þeim sem lágu fyrir þegar dómarnir voru kveðnir upp sem sýni það og sanni að það hafi verið stórfelldar brotalamir við rannsókn málsins. Þegar ég sagði að Hæstarétti yrði vandi á höndum, þá átti ég einfaldlega við það, að það kann að koma upp sú staða að það verði mjög erfitt fyrir þá að endurupptaka málið ekki.“
Tengdar fréttir „Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30 Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39 Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55 Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01 „Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00 Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05 Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Af hverju ætli þetta mál lifi með þjóðinni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa settan ríkissaksóknara sem mun fara yfir endurupptökubeiðnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu eftir að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa. Embættismenn í dómsmáláráðuneytinu ræddu við mögulega kandídata í dag og á að kynna settan saksóknara á allra næstu dögum. 2. október 2014 19:30
Erfiðlega gengur að finna nýjan ríkissaksóknara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að setja ríkissaksóknara í stað Sigríðar Friðjónsdóttur á næstu dögum til að taka afstöðu til endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. 2. október 2014 18:39
Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55
Saksóknari tók 554 daga í að ákveða sig: Sigmundur segist bregðast fljótt við Erla Bolladóttir, ein þeirra dæmdu í málinu, spyr hvers vegna það hafi tekið ríkissaksóknara svo langan tíma að lýsa yfir vanhæfi. 2. október 2014 00:01
„Þetta var algjört klúður“ Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari fer yfir vanhæfni sína í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og ásakanir um ófullnægjandi eftirlit með símhlustunum sem hún segir vera algjört klúður af hálfu sérstaks saksóknara. 3. október 2014 07:00
Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag,“ segir Erla Bolladóttir en ríkissaksóknari lýsti sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmálið. 1. október 2014 18:05
Þurfti að bíða eftir formlegri beiðni til að taka afstöðu um vanhæfi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissakskóknari segist ekki hafa geta tekið ákvörðun um vanhæfi í Geirfinns- og Guðmundar málunum fyrr en formleg beiðni um endurupptöku hafi legið fyrir. Sú beiðni hafi borist 4. september. 2. október 2014 13:19