Innlent

Yfir hundrað skjálftar við Bárðarbunguöskju í dag

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ekkert lát er á skjálftavirkni í Bárðarbungu.
Ekkert lát er á skjálftavirkni í Bárðarbungu. Vísir/Auðunn
Hundrað og fimmtán skjálftar hafa verið staðsettir við Bárðarbungu í dag samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Í tilkynningunni segir að nokkrir skjálftar séu enn óunnir og því sé þetta ekki heildarfjöldi skjálfta dagsins. Af fyrrnefndum hundrað og fimmtán voru tuttugu og einn skjálfti yfir þrjú stig. Sá stærsti var 5 stig.

Virkni er enn langmest við Bárðarbunguöskjuna.

Gosið sést ekki á vefmyndavélum þar sem ský birgja sýn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×