Innlent

Borgin eyddi 115 milljónum í auglýsingar á síðasta ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Á síðasta ári og það sem af er þessu ári hafa rúmar 200 milljónir farið í auglýsingar hjá borginni.
Á síðasta ári og það sem af er þessu ári hafa rúmar 200 milljónir farið í auglýsingar hjá borginni. Vísir / Stefán
Reykjavíkurborg eyddi samtals 115 milljónum króna í auglýsingar á síðasta ári. Birting auglýsinga er langstærsti hluti upphæðarinnar, eða 110 milljónir. Þetta kemur fram í svari fjármálastjóra við fyrirspurn Framsóknar og flugvallarvina.

Stærstu fjölmiðlar landsins, 365 miðlar, RÚV og Morgunblaðið fengu 30 prósent upphæðarinnar. Þá fékk fyrirtækið H Pálsson  sjö prósent upphæðarinnar, eða átta milljónir króna. Meðal annarra fyrirtækja sem tilgreind eru á listanum eru Capacent og Icelandair.

Þá kemur fram að borgin greiði sjálfri sér fjórar milljónir vegna auglýsinga.

Samkvæmt svarinu hafa 97 miljónir þegar farið í auglýsingar á þessu ári og er ennþá langstærsti kostnaðurinn vegna birtinga auglýsinga, eða 90 milljónir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×