Innlent

Þurfti að klippa þakið af bílnum til að ná manninum út

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu. Vísir/Róbert
Umferðarslys varð í Dýrafirði, skammt sunnan Dýrafjarðarbrúar á áttunda tímanum í morgun. Fólksbifreið hafnaði utan vegar og festist ökumaðurinn í bílnum en hann var einn á ferð.

Sjúkraflutningamenn frá Þingeyri og Ísafirði fóru á vettvang auk lögreglumanna frá Ísafirði. Klippa þurfti þak af bifreiðinni til að losa ökumanninn. Ökumaður hlaut áverka við óhappið en þeir eru þó ekki taldir lífshættulegir.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×