Erlent

Stúdentar hvattir til að pissa í sturtunni

Atli Ísleifsson skrifar
Torr og Dobson hafa beint því til allra 15 þúsund stúdenta skólans að pissa í sturtunni þegar þegar þau eru að koma sér á fætur á morgnanna í stað þess að nota klósettið.
Torr og Dobson hafa beint því til allra 15 þúsund stúdenta skólans að pissa í sturtunni þegar þegar þau eru að koma sér á fætur á morgnanna í stað þess að nota klósettið. Vísir/Getty
Háskólastúdentar í bresku borginni Norwich eru nú hvattir til að pissa í sturtunni, en sérstakt átak stendur nú yfir í skólanum sem miðar að því að spara vatn.

Herferðin gengur undir nafninu Go with the Flow og er hugarfóstur stúdentanna Debs Torr og Chris Dobson sem bæði stunda nám í Háskólanum í Austur Anglíu.

Torr og Dobson hafa beint því til allra 15 þúsund stúdenta skólans að pissa í sturtunni þegar þegar þau eru að koma sér á fætur á morgnanna í stað þess að nota klósettið.

Dobson segir í samtali við BBC að hugmyndin gæti sparað vatnsmagn á ársgrundvelli sem jafnist á við að fylla 26 stórar sundlaugar.

Torr og Dobson hafa hvatt nemendur til að styðja við átakið á Twitter og Facebook og hafa heitið fyrstu nemendunum sem ganga í hópinn sérstökum gjafakortum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×