Tvöfalt meira hraun en í Kröflueldum Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2014 11:45 Vísir/Egill/Bítið „Það sem er óvenjulegt við þetta gos er að það heldur áfram af fullum krafti þó það sé búið að vera í gangi í mánuð. Langflest gos eru eins og það springi blaðra. Það er mikið gangi fyrst og síðan hægir og svo seitlar það í lokin og hættir síðan.“ Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann jarðhræringarnar við norðanverðan Vatnajökul. Hann sagði að enn sem komið væri hefði gosið ekki framleitt nema um einn tuttugasta af því hrauni sem varð til í Skaftáreldum. Þó væri magnið orðið tvöfalt meira en í Kröflueldum. „Sem stendur er þetta orðið þokkalega stórt hraungos, en flokkast ekkert með stórgosum ennþá.“ Spurður út í jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu og mögulegt eldogs þar sagði Magnús Tumi slíkt vera einan af þremur möguleikum í stöðunni. Einn væri að gosið haldi áfram eins og það er í dag og hætti fyrr eða síðar. „Síðan gæti líka, ef meira losnar um tappann í Bárðarbungu, pípan brostið á nýjum stað og undir jöklinum líklegast. Þá fengjum við aðra mynd. Þá færi af stað gos undir jökli og svo sprengigos með öskufalli eins og við sáum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli. Þriðji möguleikinn er að það losni um kvikuna undir Bárðarbungu og hún fari beint upp í öskjuna og þar er hins vegar 800 metra þykkur ís og gosið þarf að vinna sig í gegnum það. Það er eitthvað sem getur vel gerst og gerðist reyndar fyrir átján árum í gjálpargosinu. Þá fór gosið á 30 klukktímum í gegnum 600 metra þykkan ís. Það getur verið, ef það gýs í Bárðarbungu að það bræði ís og þá safnast saman vatn í öskjunni og það gæti komið miklu stærra hlaup að lokum. Það eru margir óvissuþættir,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að gliðnun landsins við gosstöðvarnar sé mikil. „Það má ekki gleyma því að landið er alltaf að stækka og það gleikkar um tvo sentímetra á ári.“ Hann sagði þá teygingu sem hafi orðið á landinu í kringum jarðhræringarnar samsvari meðalgliðnun hundrað til hundrað og fimmtíu ára. Bárðarbunga Tengdar fréttir Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00 Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
„Það sem er óvenjulegt við þetta gos er að það heldur áfram af fullum krafti þó það sé búið að vera í gangi í mánuð. Langflest gos eru eins og það springi blaðra. Það er mikið gangi fyrst og síðan hægir og svo seitlar það í lokin og hættir síðan.“ Þetta sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hann jarðhræringarnar við norðanverðan Vatnajökul. Hann sagði að enn sem komið væri hefði gosið ekki framleitt nema um einn tuttugasta af því hrauni sem varð til í Skaftáreldum. Þó væri magnið orðið tvöfalt meira en í Kröflueldum. „Sem stendur er þetta orðið þokkalega stórt hraungos, en flokkast ekkert með stórgosum ennþá.“ Spurður út í jarðskjálftavirkni við Bárðarbungu og mögulegt eldogs þar sagði Magnús Tumi slíkt vera einan af þremur möguleikum í stöðunni. Einn væri að gosið haldi áfram eins og það er í dag og hætti fyrr eða síðar. „Síðan gæti líka, ef meira losnar um tappann í Bárðarbungu, pípan brostið á nýjum stað og undir jöklinum líklegast. Þá fengjum við aðra mynd. Þá færi af stað gos undir jökli og svo sprengigos með öskufalli eins og við sáum í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli. Þriðji möguleikinn er að það losni um kvikuna undir Bárðarbungu og hún fari beint upp í öskjuna og þar er hins vegar 800 metra þykkur ís og gosið þarf að vinna sig í gegnum það. Það er eitthvað sem getur vel gerst og gerðist reyndar fyrir átján árum í gjálpargosinu. Þá fór gosið á 30 klukktímum í gegnum 600 metra þykkan ís. Það getur verið, ef það gýs í Bárðarbungu að það bræði ís og þá safnast saman vatn í öskjunni og það gæti komið miklu stærra hlaup að lokum. Það eru margir óvissuþættir,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að gliðnun landsins við gosstöðvarnar sé mikil. „Það má ekki gleyma því að landið er alltaf að stækka og það gleikkar um tvo sentímetra á ári.“ Hann sagði þá teygingu sem hafi orðið á landinu í kringum jarðhræringarnar samsvari meðalgliðnun hundrað til hundrað og fimmtíu ára.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15 Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58 Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00 Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16 Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Líkur á gosi í Bárðarbungu: "Einhvers staðar þarf þetta drasl að komast upp" "Það eru meiri en minni líkur á því að það verði gos í Bárðarbungu,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingurinn, í samtali við Vísi. 19. september 2014 17:15
Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Þrí menn sem ákærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi fóru þangað öðru sinni á dögunum. Þá í dulargervi. 18. september 2014 11:58
Eldgosið flokkað með Vesúvíusi og St. Helens Eldgosið nafnlausa norðan Vatnajökuls er nú komið í flokk með meiriháttar eldgosum sem verða á jörðinni. 24. september 2014 08:00
Engin breyting á jarðhræringum Frá miðnætti hafa 40 skjálftar mælst og þar af um 20 við Bárðarbunguöskjuna. 24. september 2014 07:16
Svona leit gosið út í gærkvöldi Leifur Welding innahúshönnuður náði meðfylgjandi myndbandi af gosstöðvunum við Holuhraun í gær. 17. september 2014 10:07