Jón Gnarr: {Íslenska sauðkindin er sannkallað guðslamb" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. september 2014 14:29 Jón Gnarr lofar íslensku sauðkindina. „Svínakjötið og kornfleksið sem við kaupum í Bónus er laust við óhreinindi og þann toxóplasma sem herjar á útlendinga og útskýrir að miklu leiti einkennilega hegðun þeirra ,“ segir Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni á öðrum tímanum í dag. Jón vísar þar í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sagði, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í ágúst: „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist.Gæði íslenskra afurða Pistill Jóns fjallar um gæði íslenskra afurða, fegurð landsins og trúmál. Hann þakkar íslensku sauðkindinni að kleinur, pylsur og kokteilsósa njóta mikilla vinsælda um allan heim. „Íslenska sauðkindin er sannkallað guðslamb," segir hann um kindina. Hann bætir síðar við í pistlinum: „Ég vel íslenskt grænmeti og stykki af íslenska svíninu, sem er þriðja glæsilegasta lífveran á Íslandi, á eftir okkur og rollunni. Ég vel það ekki vegna þess að mér finnst það gott. Það lætur mér líða vel vegna þess að ég veit hvaðan það kemur. Guð blessi ísland!“ Pistill Jóns er svo í heild sinni:„Íslendingar eru almennt betri og hæfari manneskjur en flest það fólk sem býr í öðrum löndum. Því er helst að þakka þeirri hreinu fæðu sem við njótum hér. Svínakjötið og kornfleksið sem við kaupum í Bónus er laust við óhreinindi og þann toxóplasma sem herjar á útlendinga og útskýrir að miklu leiti einkennilega hegðun þeirra. Hvergi er betra að búa í heiminum en á Íslandi. Hvergi eru sumrin jafn falleg og vatnið jafn hreint og tært. Það sést hverjir drekka íslenskt vatn! Íslenska pylsan er heimsfræg ásamt íslensku kleinunni og kokkteilsósunni. Allt er þetta íslensku sauðkindinni að þakka. Hverjir voru það sem fundu upp íslensku lopapeysuna? Voru það ekki kristnir íslendingar? "Ef þér étið kind og fylgið kristilegum gildum verðið þér hamingjusamir," segir hið fornkveðna. Þetta eru orð að sönnu. Íslenska sauðkindin er sannkallað guðslamb. Við göngum í því og berum það innra með okkur. Þegar við troðum í okkur íslenskri pylsu þá erum við ekki bara að borða grísa- ,nautgripa- og kindakjöt, kartöflusterkju, sojaprótein, salt, glúkósa, krydd, bragðefni, laukduft, sýrustilli, þráavarnarefni og rotvarnarefni, sem tryggja langan lífaldur, heldur erum við og að gleypa gildi. Mikilvægasta gildið er Barnatrú. Það kennir okkur að vera ekki að hugsa of mikið um hlutina heldur trúa bara því sem lætur manni líða vel. Því þá verður allt í lagi og danska pulsan og remúlaðið renna saman við sólgylltan vog einhverstaðar útá landi og öðlast eilífan sess í sálinni. Ég vel íslenskt grænmeti og stykki af íslenska svíninu, sem er þriðja glæsilegasta lífveran á Íslandi, á eftir okkur og rollunni. Ég vel það ekki vegna þess að mér finnst það gott. Það lætur mér líða vel vegna þess að ég veit hvaðan það kemur. Guð blessi ísland!“ Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
„Svínakjötið og kornfleksið sem við kaupum í Bónus er laust við óhreinindi og þann toxóplasma sem herjar á útlendinga og útskýrir að miklu leiti einkennilega hegðun þeirra ,“ segir Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri, í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni á öðrum tímanum í dag. Jón vísar þar í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem sagði, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í ágúst: „Það skiptir alveg gríðarlega miklu máli að vernda heilnæmi íslenskrar vöru, við notum ekki aukaefni, stera, hormóna og slíkt í því að framleiða íslenskt kjöt en líka ekki síður að við séum laus við ýmiss konar sýkingu sem að er, því miður, alltof algeng víða og er ekki bara skaðleg dýrunum heldur getur verið mjög skaðleg fólki,“ sagði Sigmundur og máli sínu til stuðnings benti hann á veiru, toxoplasma, sem getur valdið því að hegðun fólks breytist.Gæði íslenskra afurða Pistill Jóns fjallar um gæði íslenskra afurða, fegurð landsins og trúmál. Hann þakkar íslensku sauðkindinni að kleinur, pylsur og kokteilsósa njóta mikilla vinsælda um allan heim. „Íslenska sauðkindin er sannkallað guðslamb," segir hann um kindina. Hann bætir síðar við í pistlinum: „Ég vel íslenskt grænmeti og stykki af íslenska svíninu, sem er þriðja glæsilegasta lífveran á Íslandi, á eftir okkur og rollunni. Ég vel það ekki vegna þess að mér finnst það gott. Það lætur mér líða vel vegna þess að ég veit hvaðan það kemur. Guð blessi ísland!“ Pistill Jóns er svo í heild sinni:„Íslendingar eru almennt betri og hæfari manneskjur en flest það fólk sem býr í öðrum löndum. Því er helst að þakka þeirri hreinu fæðu sem við njótum hér. Svínakjötið og kornfleksið sem við kaupum í Bónus er laust við óhreinindi og þann toxóplasma sem herjar á útlendinga og útskýrir að miklu leiti einkennilega hegðun þeirra. Hvergi er betra að búa í heiminum en á Íslandi. Hvergi eru sumrin jafn falleg og vatnið jafn hreint og tært. Það sést hverjir drekka íslenskt vatn! Íslenska pylsan er heimsfræg ásamt íslensku kleinunni og kokkteilsósunni. Allt er þetta íslensku sauðkindinni að þakka. Hverjir voru það sem fundu upp íslensku lopapeysuna? Voru það ekki kristnir íslendingar? "Ef þér étið kind og fylgið kristilegum gildum verðið þér hamingjusamir," segir hið fornkveðna. Þetta eru orð að sönnu. Íslenska sauðkindin er sannkallað guðslamb. Við göngum í því og berum það innra með okkur. Þegar við troðum í okkur íslenskri pylsu þá erum við ekki bara að borða grísa- ,nautgripa- og kindakjöt, kartöflusterkju, sojaprótein, salt, glúkósa, krydd, bragðefni, laukduft, sýrustilli, þráavarnarefni og rotvarnarefni, sem tryggja langan lífaldur, heldur erum við og að gleypa gildi. Mikilvægasta gildið er Barnatrú. Það kennir okkur að vera ekki að hugsa of mikið um hlutina heldur trúa bara því sem lætur manni líða vel. Því þá verður allt í lagi og danska pulsan og remúlaðið renna saman við sólgylltan vog einhverstaðar útá landi og öðlast eilífan sess í sálinni. Ég vel íslenskt grænmeti og stykki af íslenska svíninu, sem er þriðja glæsilegasta lífveran á Íslandi, á eftir okkur og rollunni. Ég vel það ekki vegna þess að mér finnst það gott. Það lætur mér líða vel vegna þess að ég veit hvaðan það kemur. Guð blessi ísland!“
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira