Börn fái meðferð frekar heima Linda Blöndal skrifar 30. september 2014 19:30 Gagnrýni hefur undanfarið komið frá foreldrasamtökum ungmenna með áhættuhegðun og frá skólayfirvöldum í Breiðholti að úrræðaleysi sé gagnvart börnum í vímuefnaneyslu. Meðferðarheimilum hafi verið fækkað mikið og biðlistar of langir. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu eru þrjú en aukin áhersla hefur verið á svokallað MST úrræði sem fer fram á heimili barnsins og styður einnig fjölskyldu þess.Hafnað hjá Reykjavíkurborf en borið upp á Alþingi Skólastjórar í Breiðholti og Árbæ hafa hannað úrræði fyrir börn sem falla úr skóla vegna neyslu. Börnin færu á sérstaka frístundamiðstöð þar sem margir kæmu að ásamt kennurum og vímuefnaráðgjöfum. Reykjavíkurborg hefur hafnað fjárstuðningi við úrræðið en þingsályktunartillaga var borin upp á Alþingi nú í september um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðisþjónustu. Þar er lagt til að styðjast við hið svonefnda "Breiðholtsmódel".Stefna barnaverndaryfirvalda er hins vegar allt önnurSóst eftir heimameðferð „Það hafa orðið áherslubreytingar í meðferð barna og unglinga alls staðar í heiminum", sagði Halldór í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það hefur dregið mjög úr eftirspurn barnaverndarnefnda eftir stofnanameðferð og eftirspurnin aukist eftir meðferð fyrir fjölskylduna og barnið heima. Að aðlaga barnið að sínum heimahögum, skóla, fjölskyldunni og jákvæðum félagahópi", segir Halldór.Ekki biðlistar í mörg árHann segir biðlista ekki hafa verið staðar í mörg ár en 144 börn nýttu sér úrræði Barnaverndarstofu í fyrra og langflestir MST kerfið sem hentar stórum meirihluta þess sem það notar, segir Halldór. Stór hluti sé til að mynda kominn aftur í skóla eða í vinnu eftir slíka meðferð. Sex prósent af þeim 133 sem fóru í gegnum MST úrræðið í fyrra höfðu ekki verið í skóla né vinnu í upphafi. Að 18 mánuðum liðnum voru rúm 70 prósent komin í skóla aftur eða í vinnu, samkvæmt könnun sem Barnaverndarstofa gerði meðal umráðamanna barnanna.Meðferðarfulltrúi allan sólarhringinn"Í MST meðferðinni sem er mjög massívt inngrip sem felst í því að meðferðaraðilinn er í samskiptum við fjölskylduna, jafnvel tvisvar í viku og oftar í síma og kemur heim til fjölskyldunnar á ýmsum tímum og hægt að ná í meðferðaraðilann allan sólarhringinn í síma. Það er innbyggt í þessa meðferð að draga fram og auka styrkleika í sínu umhverfi. Svo foreldrar sem hafa þá tilfinningu, upplifun og reynslu að standa ekki undir vandanum finna breytingu til hins betra", segir Halldór. Langur ferillEinnig er gagnrýnt að biðin sé of löng frá því að barn dettur úr skóla vegna neyslu og þar til það fær einhverja meðferð hjá barnaverndaryfirvöldum. Halldór telur að fólk geti upplifað biðina eftir úrræðum Barnaverndarstofu lengri en hún er vegna þess að málin hafa oft langa sögu hjá félags-og skólaþjónustu í sveitarfélaginu áður en haft er samband við Barnaverndarstofu. Þegar það hefur verið gert þarf að meta stöðu barnsins og vilja foreldranna fyrir úrræði. Halldór segist þó ekki verið i aðstöðu til þess að segja hve löng biðin er á milli þess sem barni er vísað úr skóla vegna neyslu og til þess að Barnaverndarstofa finnur viðeigandi lausn. Tengdar fréttir Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13 Allar skýrslutökur af börnum í Barnahúsi Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, fagnar því að með frumvarpi til laga um breytingu á meðferð sakamála, sem er á þingmálaskrá dómsmálaráðherra, sé lagt til að allar skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi. 30. september 2014 08:00 Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 „Við erum að svíkja þessi börn“ "Þetta er hópur sem skólakerfið er að svíkja“, segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla um börn sem eru komin í fíkniefnaneyslu og að úrræði skorti alveg til að koma börnunum til hjálpar. 28. september 2014 19:30 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 20 milljóna króna meðferðarúrræði þótti of dýrt Vel var tekið í tillögur um nýtt úrræði fyrir unga fíkla af ráðamönnum borgarinnar en þeim hafnað, engu að síður á þeim forsendum að þær voru of kostnaðarsamar. 29. september 2014 19:45 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Gagnrýni hefur undanfarið komið frá foreldrasamtökum ungmenna með áhættuhegðun og frá skólayfirvöldum í Breiðholti að úrræðaleysi sé gagnvart börnum í vímuefnaneyslu. Meðferðarheimilum hafi verið fækkað mikið og biðlistar of langir. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu eru þrjú en aukin áhersla hefur verið á svokallað MST úrræði sem fer fram á heimili barnsins og styður einnig fjölskyldu þess.Hafnað hjá Reykjavíkurborf en borið upp á Alþingi Skólastjórar í Breiðholti og Árbæ hafa hannað úrræði fyrir börn sem falla úr skóla vegna neyslu. Börnin færu á sérstaka frístundamiðstöð þar sem margir kæmu að ásamt kennurum og vímuefnaráðgjöfum. Reykjavíkurborg hefur hafnað fjárstuðningi við úrræðið en þingsályktunartillaga var borin upp á Alþingi nú í september um aðgerðaráætlun í geðheilbrigðisþjónustu. Þar er lagt til að styðjast við hið svonefnda "Breiðholtsmódel".Stefna barnaverndaryfirvalda er hins vegar allt önnurSóst eftir heimameðferð „Það hafa orðið áherslubreytingar í meðferð barna og unglinga alls staðar í heiminum", sagði Halldór í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. „Það hefur dregið mjög úr eftirspurn barnaverndarnefnda eftir stofnanameðferð og eftirspurnin aukist eftir meðferð fyrir fjölskylduna og barnið heima. Að aðlaga barnið að sínum heimahögum, skóla, fjölskyldunni og jákvæðum félagahópi", segir Halldór.Ekki biðlistar í mörg árHann segir biðlista ekki hafa verið staðar í mörg ár en 144 börn nýttu sér úrræði Barnaverndarstofu í fyrra og langflestir MST kerfið sem hentar stórum meirihluta þess sem það notar, segir Halldór. Stór hluti sé til að mynda kominn aftur í skóla eða í vinnu eftir slíka meðferð. Sex prósent af þeim 133 sem fóru í gegnum MST úrræðið í fyrra höfðu ekki verið í skóla né vinnu í upphafi. Að 18 mánuðum liðnum voru rúm 70 prósent komin í skóla aftur eða í vinnu, samkvæmt könnun sem Barnaverndarstofa gerði meðal umráðamanna barnanna.Meðferðarfulltrúi allan sólarhringinn"Í MST meðferðinni sem er mjög massívt inngrip sem felst í því að meðferðaraðilinn er í samskiptum við fjölskylduna, jafnvel tvisvar í viku og oftar í síma og kemur heim til fjölskyldunnar á ýmsum tímum og hægt að ná í meðferðaraðilann allan sólarhringinn í síma. Það er innbyggt í þessa meðferð að draga fram og auka styrkleika í sínu umhverfi. Svo foreldrar sem hafa þá tilfinningu, upplifun og reynslu að standa ekki undir vandanum finna breytingu til hins betra", segir Halldór. Langur ferillEinnig er gagnrýnt að biðin sé of löng frá því að barn dettur úr skóla vegna neyslu og þar til það fær einhverja meðferð hjá barnaverndaryfirvöldum. Halldór telur að fólk geti upplifað biðina eftir úrræðum Barnaverndarstofu lengri en hún er vegna þess að málin hafa oft langa sögu hjá félags-og skólaþjónustu í sveitarfélaginu áður en haft er samband við Barnaverndarstofu. Þegar það hefur verið gert þarf að meta stöðu barnsins og vilja foreldranna fyrir úrræði. Halldór segist þó ekki verið i aðstöðu til þess að segja hve löng biðin er á milli þess sem barni er vísað úr skóla vegna neyslu og til þess að Barnaverndarstofa finnur viðeigandi lausn.
Tengdar fréttir Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13 Allar skýrslutökur af börnum í Barnahúsi Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, fagnar því að með frumvarpi til laga um breytingu á meðferð sakamála, sem er á þingmálaskrá dómsmálaráðherra, sé lagt til að allar skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi. 30. september 2014 08:00 Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 „Við erum að svíkja þessi börn“ "Þetta er hópur sem skólakerfið er að svíkja“, segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla um börn sem eru komin í fíkniefnaneyslu og að úrræði skorti alveg til að koma börnunum til hjálpar. 28. september 2014 19:30 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 20 milljóna króna meðferðarúrræði þótti of dýrt Vel var tekið í tillögur um nýtt úrræði fyrir unga fíkla af ráðamönnum borgarinnar en þeim hafnað, engu að síður á þeim forsendum að þær voru of kostnaðarsamar. 29. september 2014 19:45 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13
Allar skýrslutökur af börnum í Barnahúsi Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss, fagnar því að með frumvarpi til laga um breytingu á meðferð sakamála, sem er á þingmálaskrá dómsmálaráðherra, sé lagt til að allar skýrslutökur af börnum fari fram í Barnahúsi. 30. september 2014 08:00
Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01
„Við erum að svíkja þessi börn“ "Þetta er hópur sem skólakerfið er að svíkja“, segir Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla um börn sem eru komin í fíkniefnaneyslu og að úrræði skorti alveg til að koma börnunum til hjálpar. 28. september 2014 19:30
Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03
20 milljóna króna meðferðarúrræði þótti of dýrt Vel var tekið í tillögur um nýtt úrræði fyrir unga fíkla af ráðamönnum borgarinnar en þeim hafnað, engu að síður á þeim forsendum að þær voru of kostnaðarsamar. 29. september 2014 19:45