20 milljóna króna meðferðarúrræði þótti of dýrt Hjörtur Hjartarson skrifar 29. september 2014 19:45 Tillögu um nýtt úrræði fyrir nemendur í vímuefnavanda var hafnað af borgaryfirvöldum fyrir fjórum árum þar sem hún þótti of kostnaðarsöm. Einn af hugmyndasmiðum tillögunnar segir að áætlaður rekstarkostnaður hafi verið 20 milljónir króna á ári, sem sé aðeins brot af því sem það kostar að missa barn inn í heim fíkniefnanna. Við höfum í fréttum okkar að undanförnu fjallað um hvað úrræði eru í boði fyrir unga fíkla á Íslandi og í ljós hefur komið að víða er pottur brotinn og margt sem þarf að bæta. Í dag er þeim einstaklingi sem verður uppvís að neyslu vikið úr skóla tímabundið. Þrátt fyrir að ýmis úrræði bjóðist þessum börnum í dag vill það oft verða þannig að þau hanga heima sér, oft á tíðum eftirlitslaus, sem geri illt verra. Skólastjórar í Breiðholti og Árbæ ásamt þjónustumiðstöðinni í Breiðholti lögðu fram úrræði til að gera kerfið skilvirkara og betra. „Sú áætlun gekk út á það að ef barn yrði uppvíst um neyslu þá væri það ekki í heimaskóla heldur færi á sérstakan stað. Við sáum fyrir okkur að það gæti verið frístundamiðstöð og þar væru kennarar frá Brúarskóla og frístundaráðgjafar frá Frístundamiðstöðinni. Í gegnum þann stað gæti þá ráðgjöf við aðra tengst. Þangað gætu aðilar frá SÁÁ komið sem og frá öðrum stofnunum. Aðalatriðið var að ef að nemandi yrði uppvís um neyslu þá væri hægt að bregðast við strax. Nemandinn yrði tekinn úr skóla, hann fengi viðeigandi skólaúrræði í aðstæðum sem væri þar sem væri bæði ráðgjöf og meðferð í gangi,“ segir Hákon Sigursteinsson einn höfunda skýrslunnar og sálfæðingur hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts.Hákon segir að árlegur rekstarkostnaður hafi verið áætlaður um 20 milljónir króna ári. 4-6 nemendur gætu verið í meðferðinni hverju sinni sem gæti tekið allt að átta vikur. Vel hafi tekið í tillögurnar af ráðamönnum borgarinnar en fjármögnun ekki fengist engu að síður. „ Menn hafa verið að leggja tölur eina og einn milljarð króna til 1,2 milljarðar sem myndu tapast með hverju barni. Þá er verið að leggja saman stofnanakostnaður, töpuðum skattpeningum og svo framvegis. 20 milljónir eru ekki mikið í því samhengi.“ Hákon hyggst leggja fram tillögurnar á ný. „Það er okkar trú sem unnum að þessu módeli á sínum tíma að þetta væri eitthvað sem myndi virka mjög vel,“ segir Hákon. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira
Tillögu um nýtt úrræði fyrir nemendur í vímuefnavanda var hafnað af borgaryfirvöldum fyrir fjórum árum þar sem hún þótti of kostnaðarsöm. Einn af hugmyndasmiðum tillögunnar segir að áætlaður rekstarkostnaður hafi verið 20 milljónir króna á ári, sem sé aðeins brot af því sem það kostar að missa barn inn í heim fíkniefnanna. Við höfum í fréttum okkar að undanförnu fjallað um hvað úrræði eru í boði fyrir unga fíkla á Íslandi og í ljós hefur komið að víða er pottur brotinn og margt sem þarf að bæta. Í dag er þeim einstaklingi sem verður uppvís að neyslu vikið úr skóla tímabundið. Þrátt fyrir að ýmis úrræði bjóðist þessum börnum í dag vill það oft verða þannig að þau hanga heima sér, oft á tíðum eftirlitslaus, sem geri illt verra. Skólastjórar í Breiðholti og Árbæ ásamt þjónustumiðstöðinni í Breiðholti lögðu fram úrræði til að gera kerfið skilvirkara og betra. „Sú áætlun gekk út á það að ef barn yrði uppvíst um neyslu þá væri það ekki í heimaskóla heldur færi á sérstakan stað. Við sáum fyrir okkur að það gæti verið frístundamiðstöð og þar væru kennarar frá Brúarskóla og frístundaráðgjafar frá Frístundamiðstöðinni. Í gegnum þann stað gæti þá ráðgjöf við aðra tengst. Þangað gætu aðilar frá SÁÁ komið sem og frá öðrum stofnunum. Aðalatriðið var að ef að nemandi yrði uppvís um neyslu þá væri hægt að bregðast við strax. Nemandinn yrði tekinn úr skóla, hann fengi viðeigandi skólaúrræði í aðstæðum sem væri þar sem væri bæði ráðgjöf og meðferð í gangi,“ segir Hákon Sigursteinsson einn höfunda skýrslunnar og sálfæðingur hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts.Hákon segir að árlegur rekstarkostnaður hafi verið áætlaður um 20 milljónir króna ári. 4-6 nemendur gætu verið í meðferðinni hverju sinni sem gæti tekið allt að átta vikur. Vel hafi tekið í tillögurnar af ráðamönnum borgarinnar en fjármögnun ekki fengist engu að síður. „ Menn hafa verið að leggja tölur eina og einn milljarð króna til 1,2 milljarðar sem myndu tapast með hverju barni. Þá er verið að leggja saman stofnanakostnaður, töpuðum skattpeningum og svo framvegis. 20 milljónir eru ekki mikið í því samhengi.“ Hákon hyggst leggja fram tillögurnar á ný. „Það er okkar trú sem unnum að þessu módeli á sínum tíma að þetta væri eitthvað sem myndi virka mjög vel,“ segir Hákon.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Sjá meira