40.000 nýir aðdáendur á tæpri viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2014 14:34 Í kjölfar þess að Instagram-síðu lögreglunnar var deilt út um allan heim fjölgaði aðdáendum hennar jafnt og þétt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum. Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur eignast 40.000 nýja aðdáendur á Instagram á tæpri viku, eða síðan bloggari í Rússlandi vakti athygli á síðunni á síðastliðinn þriðjudag. Í kjölfarið fjölluðu síður á borð við Buzzfeed og Bored Panda um síðuna sem og vefsíða í Kína og má í raun segja að lögreglan sé orðin heimsfræg. Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samfélagsmiðlum lögreglunnar. Hann segir þetta allt mjög skemmtilegt og hákómískt. „Þetta er svona enn að gerjast. Á þriðjudaginn í seinustu viku voru 11.000 manns að fylgja okkur á Instagram og við vorum bara mjög sáttir með það. Lögreglan í New York er með svipaðan fjölda en það er auðvitað miklu stærri stofnun en við,“ segir Þórir. Í kjölfar þess að Instagram-síðunni var svo deilt út um allan heim hefur aðdáendum lögreglunnar á samskiptamiðlinum fjölgað jafnt og þétt. Á fimmtudaginn voru þeir orðnir 18.000 talsins og á föstudaginn um 24.000, en eru nú komnir yfir 50.000. Kommentin hrúgast inn við myndirnar og segir Þórir afar áhugavert að lesa þau. „Kommentin koma alls staðar að úr heiminum. Þetta er mikið af þakkar-og hvatningarorðum. Ég held að fólk sjá þarna aðra hlið á lögreglunni en það er vant.“Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður hefur yfirumsjón með samskiptamiðlum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Samskiptamiðlarnir algengasta leiðin til að hafa samband við lögregluna Aðspurður hvað lögreglunni finnist um þessa auknu athygli og frægð segir Þórir að hann líti svo á að þetta sé ákveðin viðurkenning á því sem lögreglan er að gera á Instagram. „Þegar við byrjuðum á Instagram ákváðum við að það myndi vera leið til að sýna löggæslu út frá sjónarhorni lögreglunnar. Sex manns sjá um síðuna og það eru allt lögreglumenn á vöktum. Þeir geta sagt frá því sem þeim finnst áhugavert og við hugsuðum þetta þannig að við værum að skapa miðil þar sem hægt væri að hafa samskipti við borgarana.“ Það hefur svo sannarlega tekist en Þórir segir samskiptamiðlana vera þá leið sem fólk notar mest til að hafa samband við lögregluna. „Við fáum 300-400 einkaskilaboð á viku í gegnum Facebook. Við fáum því gríðarlega mikið af upplýsingum í gegnum samskiptamiðla og fólk notar þá frekar til að hafa samskipti við okkur heldur en símann, tölvupóst, vefsvæði eða 1-1-2. Þetta er því mjög öflugt tæki til að hafa samskipti við almenning,“ segir Þórir að lokum.
Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira