Borgaði tvær og hálfa milljón fyrir þriðja brjóstið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. september 2014 14:48 Hér er ein myndin sem Tridevil setti inn af sér á Facebook-síðu sína. Erlendir fjölmiðlar hafa í dag, og undanfarna daga, sagt frá konu sem kallar sig Jasmine Tridevil og segist hafa farið í aðgerð til að bæta á sig þriðja brjóstinu. Tridevil heldur úti Facebook-síðu og er dugleg að uppfæra hana. Þar birtir hún myndir af sér og stöku vangaveltur. „Ég fæ skilaboð frá karlmönnum á fimm mínútna fresti þar sem þeir biðja mig um nektarmyndir. Þið eruð svo fyndnir,“ skrifar hún meðal annars á síðuna. Tridevil segir að aðgerðin hafi kostað um tuttugu þúsund dali, eða um tvær og hálfa milljón króna. Hún segir að hún hafi látið flúra á sig þriðju geirvörtuna. Hún segist hafa farið í aðgerðina til þess að fá karlmenn til að láta sig í friði.Svo virðist sem markmið Tridevil sé að verða fræg. Hún hefur sagt í viðtölum að hún vilji komast að sem stjarna í raunveruleikaþætti. Hún segir á Facebook-síðu sinni að þættirnir Inside Edition hafi sýnt sögu hennar áhuga og að Jimmy Kimmel vilji fá hana í heimsókn til sín. Hún var í viðtali á útvarpsstöðinni Real Radio 104.1, sem er í Flórída-fylki í Bandaríkjunum á föstudag. Þar sagði hún frá því að hún hafi þurft að ganga á milli lýtalækna þar til hún fann lækni sem var tilbúinn að bæta þriðja brjóstinu á hana. „Það var erfitt að finna einhvern til að gera þetta, því þeir eru að brjóta eið sinn,“ sagði hún á föstudaginn. Hún segist hafa þurft að skrifa undir plagg þar sem kom fram að hún mætti ekki gefa upp nafn læknisins sem framkvæmdi aðgerðina. Tridevil er 21 árs gömul og býr í Tampa í Flórída. Hún segir að foreldrar sínir hafi ekki tekið vel í þessar breytingar á líkama hennar. „Móðir mín gekk bara í burtu þegar hún sá þetta. Hún vill ekki tala við mig og leyfir systur minni ekki að tala við mig. Pabbi...hann er ekki ánægður. Hann skammast sín en virðist vera að sætta sig við þetta.“ Hér að neðan má sjá eitt af myndböndunum sem konan sem kallar sig Jasmine Tridevil hefur sett inn á Facebook og Youtube. Hér má svo sjá nýjustu færslu hennar á Facebook: Post by Jasmine Tridevil. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar hafa í dag, og undanfarna daga, sagt frá konu sem kallar sig Jasmine Tridevil og segist hafa farið í aðgerð til að bæta á sig þriðja brjóstinu. Tridevil heldur úti Facebook-síðu og er dugleg að uppfæra hana. Þar birtir hún myndir af sér og stöku vangaveltur. „Ég fæ skilaboð frá karlmönnum á fimm mínútna fresti þar sem þeir biðja mig um nektarmyndir. Þið eruð svo fyndnir,“ skrifar hún meðal annars á síðuna. Tridevil segir að aðgerðin hafi kostað um tuttugu þúsund dali, eða um tvær og hálfa milljón króna. Hún segir að hún hafi látið flúra á sig þriðju geirvörtuna. Hún segist hafa farið í aðgerðina til þess að fá karlmenn til að láta sig í friði.Svo virðist sem markmið Tridevil sé að verða fræg. Hún hefur sagt í viðtölum að hún vilji komast að sem stjarna í raunveruleikaþætti. Hún segir á Facebook-síðu sinni að þættirnir Inside Edition hafi sýnt sögu hennar áhuga og að Jimmy Kimmel vilji fá hana í heimsókn til sín. Hún var í viðtali á útvarpsstöðinni Real Radio 104.1, sem er í Flórída-fylki í Bandaríkjunum á föstudag. Þar sagði hún frá því að hún hafi þurft að ganga á milli lýtalækna þar til hún fann lækni sem var tilbúinn að bæta þriðja brjóstinu á hana. „Það var erfitt að finna einhvern til að gera þetta, því þeir eru að brjóta eið sinn,“ sagði hún á föstudaginn. Hún segist hafa þurft að skrifa undir plagg þar sem kom fram að hún mætti ekki gefa upp nafn læknisins sem framkvæmdi aðgerðina. Tridevil er 21 árs gömul og býr í Tampa í Flórída. Hún segir að foreldrar sínir hafi ekki tekið vel í þessar breytingar á líkama hennar. „Móðir mín gekk bara í burtu þegar hún sá þetta. Hún vill ekki tala við mig og leyfir systur minni ekki að tala við mig. Pabbi...hann er ekki ánægður. Hann skammast sín en virðist vera að sætta sig við þetta.“ Hér að neðan má sjá eitt af myndböndunum sem konan sem kallar sig Jasmine Tridevil hefur sett inn á Facebook og Youtube. Hér má svo sjá nýjustu færslu hennar á Facebook: Post by Jasmine Tridevil.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira