Segist fylgjast betur með símhlerunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. september 2014 12:30 Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari Vísir/ANTON Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis. Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar. Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans. Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að embætti ríkissaksóknara fylgist betur með símhlerunum núna en eftirlitið hafi ekki verið til staðar áður. Sigríður og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari voru meðal gesta á upplýsingafundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um símhleranir í dag. Eins og fram hefur komið hleraði sérstakur saksóknari símtöl verjenda og sakborninga. Fyrir mistök var þessum upptökum ekki eytt eins og sakamálalögin gera ráð fyrir en óheimilt er að hlusta á þessi símtöl. Forveri Sigríðar í embætti lét þess getið á sínum tíma að ríkissaksóknari hafi ekki verið í aðstöðu til að fylgjast vel með beitingu símhlustana sem þvingunarúrræðis. Er ennþá pottur brotinn í eftirliti með símhlerunum? „Við höfum tekið upp eftirlitið sem aldrei var til staðar. Þannig að ég held að þetta sé allt á góðri leið. Við höfum verið að afla upplýsinga hjá lögreglustjórum aftur í tímann af því að eftirlitið var ekki til staðar frá því sakamálalögin tóku gildi 1. janúar 2009. Við erum að fá núna í hús upplýsingar þannig að við getum farið að fylgjast miklu betur með þessu heldur en gert hefur verið fram að þessu því það hefur ekkert eftirlit verið í rauninni,“ sagði Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari eftir fundinn í morgun. Jón Óttar Ólafsson fyrrverandi lögreglumaður hjá sérstökum saksóknara var nýlega í viðtali í Fréttablaðinu og gagnrýndi þar ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt eftir ábendingu í ágúst 2012 um að símtöl einstaklinga við lögmenn hefðu verið hleruð. Ábendingin var sett fram í greinargerð sem hann skilaði þegar hann var sjálfur til rannsóknar fyrir þagnarskyldubrot. Í umrætt sinn var ekki um að ræða símtöl þar sem lögmenn höfðu stöðu verjenda í sakamáli en þeir einstaklingar sem voru hleraðir voru samt grunaðir um refsiverða háttsemi í máli hjá sérstökum saksóknara. Jón Óttar gagnrýndi ríkissaksóknara fyrir að hafa ekki fylgt þessari ábendingu eftir en í lok sama árs, 2012 og byrjun árs 2013, kannaði ríkissaksóknari ábendingar um hleranir á símtölum sakborninga og verjenda og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að rannsaka málið frekar. Höfðu ekki stöðu verjenda og því ekki ástæða til að rannsaka málið „Greinargerð hans kom til embættis ríkissaksóknara í lok ágúst 2012. Þar var verið að lýsa verklagi hjá sérstökum saksóknara sem tengdist því að verið væri að taka upp símtöl lögmanna en ekki verjenda. Það þótti ekki efni til að hefja sakamálarannsókn á hendur starfsmönnum sérstaks saksóknara vegna þessa. Það var farið yfir verklagið hjá sérstökum saksóknara og ég hef síðan fengið frekari upplýsingar um þetta. Hann lýsir því síðan núna að menn hafi bara setið við borð og verið að hlusta oft á samtöl sakborninga við verjendur. Þetta er í sjálfu sér nýtt og gaf mér tilefni til að afla upplýsinga hjá sérstökum saksóknara sem voru ekki í samræmi við það sem hann lýsir,“ sagði Sigríður. Sigríður sagði að mögulega þyrfti að skoða ákvæði um skilyrði fyrir hlerunum í sakamálalögum, til dæmis með skipun talsmanns þess sem væri hleraður, en það væri verkefni réttarfarsnefndar og löggjafans.
Alþingi Tengdar fréttir Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Hunsar ósk um fund um hleranir lögreglu Formaður Lögmannafélags Íslands fagnar því að ráðherra láti skoða hvort rétt sé staðið að hlerunum við rannsókn sakamála. 23. september 2014 07:00