Segir áverkana hafa verið óhapp Sunna Karen Sigurþórssdóttir skrifar 24. september 2014 13:33 Chaplas Menka. Vísir/valli Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli
Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45