Segir áverkana hafa verið óhapp Sunna Karen Sigurþórssdóttir skrifar 24. september 2014 13:33 Chaplas Menka. Vísir/valli Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli
Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45