Segir áverkana hafa verið óhapp Sunna Karen Sigurþórssdóttir skrifar 24. september 2014 13:33 Chaplas Menka. Vísir/valli Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli
Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Sjá meira
Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45