Lilleström setur launaþak - Pálmi Rafn tók á sig lækkun fyrir tímabilið Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2014 00:00 Pálmi Rafn Pálmason hefur verið hjá Lilleström síðan 2011. mynd/lsk.no Fjárhagsstaða norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström hefur verið slæm undanfarin misseri, en yfirmenn félagsins hafa nú ákveðið að setja á launaþak. Enginn leikmaður mun fá greidd hærri laun en 850.000 norskar krónur á ári sem gerir 16 milljónir íslenskra, eða 1,3 milljónir króna á mánuði. Einu undantekningarnar verða ef utanaðkomandi aðilar sem styrkja félagið vilja greiða einhverjum ákveðnum leikmanni eða leikmönnum sjálfir meira en þessar 16 milljónir króna. Frá þessu er greint á vef TV2. Ljóst er að margir leikmanna liðsins þurfa að taka á sig verulega launalækkun í vetur, en það er ekkert nýtt þar á bæ. „Við erum búnir að taka á okkur eina launalækkun í ár sem gerðist fyrir tímabilið. Það var bara til þess að hjálpa félaginu að komast í gegnum árið. Það var neyð þannig við lækkuðum launin okkar; leikmenn og þjálfarar. Svo voru margir sem unnu á skrifstofunni reknir. Þannig er staðan,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström, í samtali við Vísi. Pálmi Rafn gekk í raðir Lilleström frá Stabæk árið 2011, en hann fór í atvinnumennsku eftir að leika með Val, KA og uppeldisfélagi sínu Völsungi hér heima. „Við vorum fjórir að renna út á samningi og okkur var sagt að það þyrfti að lækka launakostnað og í framhaldi að setja þetta launaþak. Við gerðum okkur alveg grein fyrir því hvernig staðan er,“ segir Pálmi.Lilleström hefur ekki gengið betur í mörg ár þrátt fyrir vandamálin með fjárhaginn.mynd/lsk.noSamkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins á launahæstu íþróttamönnum Íslands fyrir árið 2012 sem birtist í byrjun árs 2012 er Pálmi Rafn með 28 milljónir króna í árslaun, eða 2,3 milljónir á mánuði. Sé fótur fyrir því verður nýr samningur Pálma Rafns, ákveði hann að halda áfram hjá Lilleström, að minnsta kosti um tólf milljónum króna lægri. Hann er samningslaus í lok tímabilsins. Ekki er þó byrjað að greiða samkvæmt launaþakinu núna. „Minn samningur er bara eins og hann var þegar ég samdi 2011 fyrir utan þessa smá lækkun fyrir tímabilið. En ég veit að ég fæ ekki jafnháan samning verði ég áfram,“ segir Pálmi Rafn við Vísi, en kemur þá til greina að vera áfram hjá félaginu? „Ég veit það ekki. Ég var nú bara að ræða við menn í gær og þá sögðu þeir að þeir vildu halda mér. Það yrði samt á öðruvísi samningi, en þeir gátu ekki gefið mér neinar nákvæmar tölur. Ég skoða bara það sem mér býðst eftir tímabilið og svo sé ég til.“ Eftir nokkur döpur tímabil hefur Lilleström gengið mjög vel í ár, en liðið er í fjórða sæti með 40 stig eftir 24 umferðir af 30. Það hefur ekki hafnað ofar en níunda sæti undanfarin fjögur ár. „Þetta er besta árið hjá Lilleström í mörg ár. Eftir að ég kom hefur þetta verið erfitt. Það var nánast keypt nýtt lið þegar ég kom og nú erum við loks að spila okkur saman, enda höfum við verið saman lengi. Við erum bara mjög góðir þegar við spilum okkar besta bolta,“ segir Pálmi Rafn, en hvernig er að æfa og spila við þessar aðstæður þegar félagið hefur sífelldar áhyggjur af peningamálum? „Þetta er auðvitað leiðinlegt. Það er enginn sem vill lenda í þessu. Þetta var samt enn leiðinlegra fyrir fólkið sem missti vinnuna. Við héldum allavega okkar störfum. Við höfum bara komið sterkari út úr þessu held ég. Það er ekki yfir neinu að kvarta svo sem.“ Pálmi Rafn fagnar launaþakinu og segir tíma til kominn að menn fari að hugsa skynsamlega. „Það er löngu kominn tími á að menn fari að hafa stjórn á fjárhagnum; það sé ekki verið að taka eitt ár í einu og vonast eftir hinu og þessu og svo fer allt í fokk,“ segir Pálmi Rafn Pálmason. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Fjárhagsstaða norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström hefur verið slæm undanfarin misseri, en yfirmenn félagsins hafa nú ákveðið að setja á launaþak. Enginn leikmaður mun fá greidd hærri laun en 850.000 norskar krónur á ári sem gerir 16 milljónir íslenskra, eða 1,3 milljónir króna á mánuði. Einu undantekningarnar verða ef utanaðkomandi aðilar sem styrkja félagið vilja greiða einhverjum ákveðnum leikmanni eða leikmönnum sjálfir meira en þessar 16 milljónir króna. Frá þessu er greint á vef TV2. Ljóst er að margir leikmanna liðsins þurfa að taka á sig verulega launalækkun í vetur, en það er ekkert nýtt þar á bæ. „Við erum búnir að taka á okkur eina launalækkun í ár sem gerðist fyrir tímabilið. Það var bara til þess að hjálpa félaginu að komast í gegnum árið. Það var neyð þannig við lækkuðum launin okkar; leikmenn og þjálfarar. Svo voru margir sem unnu á skrifstofunni reknir. Þannig er staðan,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Lilleström, í samtali við Vísi. Pálmi Rafn gekk í raðir Lilleström frá Stabæk árið 2011, en hann fór í atvinnumennsku eftir að leika með Val, KA og uppeldisfélagi sínu Völsungi hér heima. „Við vorum fjórir að renna út á samningi og okkur var sagt að það þyrfti að lækka launakostnað og í framhaldi að setja þetta launaþak. Við gerðum okkur alveg grein fyrir því hvernig staðan er,“ segir Pálmi.Lilleström hefur ekki gengið betur í mörg ár þrátt fyrir vandamálin með fjárhaginn.mynd/lsk.noSamkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins á launahæstu íþróttamönnum Íslands fyrir árið 2012 sem birtist í byrjun árs 2012 er Pálmi Rafn með 28 milljónir króna í árslaun, eða 2,3 milljónir á mánuði. Sé fótur fyrir því verður nýr samningur Pálma Rafns, ákveði hann að halda áfram hjá Lilleström, að minnsta kosti um tólf milljónum króna lægri. Hann er samningslaus í lok tímabilsins. Ekki er þó byrjað að greiða samkvæmt launaþakinu núna. „Minn samningur er bara eins og hann var þegar ég samdi 2011 fyrir utan þessa smá lækkun fyrir tímabilið. En ég veit að ég fæ ekki jafnháan samning verði ég áfram,“ segir Pálmi Rafn við Vísi, en kemur þá til greina að vera áfram hjá félaginu? „Ég veit það ekki. Ég var nú bara að ræða við menn í gær og þá sögðu þeir að þeir vildu halda mér. Það yrði samt á öðruvísi samningi, en þeir gátu ekki gefið mér neinar nákvæmar tölur. Ég skoða bara það sem mér býðst eftir tímabilið og svo sé ég til.“ Eftir nokkur döpur tímabil hefur Lilleström gengið mjög vel í ár, en liðið er í fjórða sæti með 40 stig eftir 24 umferðir af 30. Það hefur ekki hafnað ofar en níunda sæti undanfarin fjögur ár. „Þetta er besta árið hjá Lilleström í mörg ár. Eftir að ég kom hefur þetta verið erfitt. Það var nánast keypt nýtt lið þegar ég kom og nú erum við loks að spila okkur saman, enda höfum við verið saman lengi. Við erum bara mjög góðir þegar við spilum okkar besta bolta,“ segir Pálmi Rafn, en hvernig er að æfa og spila við þessar aðstæður þegar félagið hefur sífelldar áhyggjur af peningamálum? „Þetta er auðvitað leiðinlegt. Það er enginn sem vill lenda í þessu. Þetta var samt enn leiðinlegra fyrir fólkið sem missti vinnuna. Við héldum allavega okkar störfum. Við höfum bara komið sterkari út úr þessu held ég. Það er ekki yfir neinu að kvarta svo sem.“ Pálmi Rafn fagnar launaþakinu og segir tíma til kominn að menn fari að hugsa skynsamlega. „Það er löngu kominn tími á að menn fari að hafa stjórn á fjárhagnum; það sé ekki verið að taka eitt ár í einu og vonast eftir hinu og þessu og svo fer allt í fokk,“ segir Pálmi Rafn Pálmason.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Leik lokið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar náðu sigrinum en misstu Höskuld Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira