„Þetta er líkamsárás, ekki slys“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. september 2014 10:47 Morten Lange er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Vísir / Stefán „Þetta er líkamsárás, ekki slys. Ég vona að það verði höndlað sem svoleiðis,“ segir Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann þekkir ekki dæmi þess að vír hafi áður verið strengdur þvert fyrir hjólreiðastíg.Vír úr grindverkinu „Það virðist hafa verið notaður vír sem er í grindverkinu til hliðar,“ segir hann og bendir á að nýlega hafi verið framkvæmdir við brúnna fyrir skömmu. „Menn velta fyrir sér hvort að tiltektin hafi ekki verið nógu góð en aðal málið er að þessi einstaklingur eða einstaklingar sem detta í huga að meiða.“ Morten segist vona að atvikið verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. Hann harmar þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum þar sem sökinni er vísað á hjólreiðafólk. „Sumir nota þetta sem tækifæri til að láta í ljós gremju sína í garð hjólreiðamanna,“ segir hann. „Það er þveröfugt við það sem ætti að gera. Það ætti að hugsa um hag mannsins sem lenti í þessu og fordæma það að strengja vírinn.“Hjólreiðamaðurinn kastaðist nokkra metra og slasaðist talsvert.Ekki eitthvert prakkarastrik Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ötull talsmaður aukinna hjólreiða, segir á Facebook-síðu sinni málið óhugnanlegt. „Óhugnanleg frétt um alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. Lögreglan hlýtur að taka þetta föstum tökum,“ skrifar hann. „Þetta er ekki "bara eitthvað prakkarastrik".“ Hjálmar furðar sig líka á umræðum um atvikið á samfélagsmiðlum. „Svo á maður erfitt að trúa sínum eigin augum þegar maður sér í samfélagsmiðlum miðaldra karla halda því fram að þetta sé skiljanlegt því það sé búið að gera allt of mikið fyrir hjóla fólk og að það sé orðið allt of frekt,“ skrifar hann.Lögreglan leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur atvikið til rannsóknar og hefur auglýst eftir vitnum. „Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunna að hafa komið vírnum fyrir,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. „Vonandi var um einhvern barnaskap að ræða; einhvern sem gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegt þetta athæfi er - þannig er mikilvægt að tal náist af þeim sem strengdi vírinn yfir,“ segir lögreglan á Facebook. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða gegnum einkaskilaboð á Facebook. Tengdar fréttir Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
„Þetta er líkamsárás, ekki slys. Ég vona að það verði höndlað sem svoleiðis,“ segir Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann þekkir ekki dæmi þess að vír hafi áður verið strengdur þvert fyrir hjólreiðastíg.Vír úr grindverkinu „Það virðist hafa verið notaður vír sem er í grindverkinu til hliðar,“ segir hann og bendir á að nýlega hafi verið framkvæmdir við brúnna fyrir skömmu. „Menn velta fyrir sér hvort að tiltektin hafi ekki verið nógu góð en aðal málið er að þessi einstaklingur eða einstaklingar sem detta í huga að meiða.“ Morten segist vona að atvikið verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. Hann harmar þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum þar sem sökinni er vísað á hjólreiðafólk. „Sumir nota þetta sem tækifæri til að láta í ljós gremju sína í garð hjólreiðamanna,“ segir hann. „Það er þveröfugt við það sem ætti að gera. Það ætti að hugsa um hag mannsins sem lenti í þessu og fordæma það að strengja vírinn.“Hjólreiðamaðurinn kastaðist nokkra metra og slasaðist talsvert.Ekki eitthvert prakkarastrik Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ötull talsmaður aukinna hjólreiða, segir á Facebook-síðu sinni málið óhugnanlegt. „Óhugnanleg frétt um alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. Lögreglan hlýtur að taka þetta föstum tökum,“ skrifar hann. „Þetta er ekki "bara eitthvað prakkarastrik".“ Hjálmar furðar sig líka á umræðum um atvikið á samfélagsmiðlum. „Svo á maður erfitt að trúa sínum eigin augum þegar maður sér í samfélagsmiðlum miðaldra karla halda því fram að þetta sé skiljanlegt því það sé búið að gera allt of mikið fyrir hjóla fólk og að það sé orðið allt of frekt,“ skrifar hann.Lögreglan leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur atvikið til rannsóknar og hefur auglýst eftir vitnum. „Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunna að hafa komið vírnum fyrir,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. „Vonandi var um einhvern barnaskap að ræða; einhvern sem gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegt þetta athæfi er - þannig er mikilvægt að tal náist af þeim sem strengdi vírinn yfir,“ segir lögreglan á Facebook. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða gegnum einkaskilaboð á Facebook.
Tengdar fréttir Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25