„Þetta er líkamsárás, ekki slys“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. september 2014 10:47 Morten Lange er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Vísir / Stefán „Þetta er líkamsárás, ekki slys. Ég vona að það verði höndlað sem svoleiðis,“ segir Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann þekkir ekki dæmi þess að vír hafi áður verið strengdur þvert fyrir hjólreiðastíg.Vír úr grindverkinu „Það virðist hafa verið notaður vír sem er í grindverkinu til hliðar,“ segir hann og bendir á að nýlega hafi verið framkvæmdir við brúnna fyrir skömmu. „Menn velta fyrir sér hvort að tiltektin hafi ekki verið nógu góð en aðal málið er að þessi einstaklingur eða einstaklingar sem detta í huga að meiða.“ Morten segist vona að atvikið verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. Hann harmar þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum þar sem sökinni er vísað á hjólreiðafólk. „Sumir nota þetta sem tækifæri til að láta í ljós gremju sína í garð hjólreiðamanna,“ segir hann. „Það er þveröfugt við það sem ætti að gera. Það ætti að hugsa um hag mannsins sem lenti í þessu og fordæma það að strengja vírinn.“Hjólreiðamaðurinn kastaðist nokkra metra og slasaðist talsvert.Ekki eitthvert prakkarastrik Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ötull talsmaður aukinna hjólreiða, segir á Facebook-síðu sinni málið óhugnanlegt. „Óhugnanleg frétt um alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. Lögreglan hlýtur að taka þetta föstum tökum,“ skrifar hann. „Þetta er ekki "bara eitthvað prakkarastrik".“ Hjálmar furðar sig líka á umræðum um atvikið á samfélagsmiðlum. „Svo á maður erfitt að trúa sínum eigin augum þegar maður sér í samfélagsmiðlum miðaldra karla halda því fram að þetta sé skiljanlegt því það sé búið að gera allt of mikið fyrir hjóla fólk og að það sé orðið allt of frekt,“ skrifar hann.Lögreglan leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur atvikið til rannsóknar og hefur auglýst eftir vitnum. „Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunna að hafa komið vírnum fyrir,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. „Vonandi var um einhvern barnaskap að ræða; einhvern sem gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegt þetta athæfi er - þannig er mikilvægt að tal náist af þeim sem strengdi vírinn yfir,“ segir lögreglan á Facebook. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða gegnum einkaskilaboð á Facebook. Tengdar fréttir Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Sjá meira
„Þetta er líkamsárás, ekki slys. Ég vona að það verði höndlað sem svoleiðis,“ segir Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann þekkir ekki dæmi þess að vír hafi áður verið strengdur þvert fyrir hjólreiðastíg.Vír úr grindverkinu „Það virðist hafa verið notaður vír sem er í grindverkinu til hliðar,“ segir hann og bendir á að nýlega hafi verið framkvæmdir við brúnna fyrir skömmu. „Menn velta fyrir sér hvort að tiltektin hafi ekki verið nógu góð en aðal málið er að þessi einstaklingur eða einstaklingar sem detta í huga að meiða.“ Morten segist vona að atvikið verði ekki til þess að fólk hætti að hjóla. Hann harmar þá umræðu sem skapast hefur á samfélagsmiðlum þar sem sökinni er vísað á hjólreiðafólk. „Sumir nota þetta sem tækifæri til að láta í ljós gremju sína í garð hjólreiðamanna,“ segir hann. „Það er þveröfugt við það sem ætti að gera. Það ætti að hugsa um hag mannsins sem lenti í þessu og fordæma það að strengja vírinn.“Hjólreiðamaðurinn kastaðist nokkra metra og slasaðist talsvert.Ekki eitthvert prakkarastrik Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ötull talsmaður aukinna hjólreiða, segir á Facebook-síðu sinni málið óhugnanlegt. „Óhugnanleg frétt um alvarlegt tilræði gegn hjóla og hlaupafólki. Lögreglan hlýtur að taka þetta föstum tökum,“ skrifar hann. „Þetta er ekki "bara eitthvað prakkarastrik".“ Hjálmar furðar sig líka á umræðum um atvikið á samfélagsmiðlum. „Svo á maður erfitt að trúa sínum eigin augum þegar maður sér í samfélagsmiðlum miðaldra karla halda því fram að þetta sé skiljanlegt því það sé búið að gera allt of mikið fyrir hjóla fólk og að það sé orðið allt of frekt,“ skrifar hann.Lögreglan leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur atvikið til rannsóknar og hefur auglýst eftir vitnum. „Lögreglan óskar eftir vitnum eða upplýsingum um hverjir kunna að hafa komið vírnum fyrir,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Facebook. „Vonandi var um einhvern barnaskap að ræða; einhvern sem gerði sér ekki grein fyrir hversu hættulegt þetta athæfi er - þannig er mikilvægt að tal náist af þeim sem strengdi vírinn yfir,“ segir lögreglan á Facebook. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglu með því að senda tölvupóst á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is, eða gegnum einkaskilaboð á Facebook.
Tengdar fréttir Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Sjá meira
Vír strengdur yfir hjólabrú við Elliðaár "Vírinn var strengdur í um það bil eins metra hæð frekar framarlega á brúnni og hann verður þess ekki var fyrr en hann er í loftinu.“ 28. september 2014 18:25